Aðalfundur Félag íslenskra félagsliða

Created with Sketch.

Aðalfundur Félag íslenskra félagsliða

Félag íslenskra félagsliða hélt sinn 11 aðalfund í  5. maí.

Aðalfundurinn samþykkti að senda frá sér ályktanir og hafa þær verið sendar til Embætti landlæknis, Samband íslenskra sveitafélaga og til heilbrigðisráðherra.

Ályktanir aðalfundar Félags íslenskra félagsliða 5. maí 2014

Aðalfundur Félags íslenskra félagsliða 5. maí 2014 skorar á samninganefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga að viðurkenna menntun og störf félagsliða í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Félagsliðar hafa undanfarin ár lagt áherslu á að menntun þeirra sé viðurkennd til launa og störfinmetin, en þess hefur ekki verið gætt sem skyldi hjá þeim félagsliðum sem starfa hjá sveitarfélögunum. Nú standa yfir samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga og því skorar aðalfundurinn á samninganefndina að láta þessar áherslur sjást í nýjum samningi.

Aðalfundur Félags íslenskra félagsliða 5. maí 2014 lýsir yfir þungum áhyggjum af því hversu langan tíma vinna við löggildingu starfheitisins félagsliði hefur tekið. Félagið hefur rekið þetta mál nú í næstum áratug og eru félagsliðar því orðnir langeygðir eftir niðurstöðunni. Því skorar aðalfundur félagsins á stjórnvöld að ljúka þeirri vinnu hið fyrsta.

 

%d bloggers like this: