Author: Hjördís

Created with Sketch.

Stjórnarfundur 15. október 2012

Komið sæl kæru félagar. Stjórnin hittist aftur 15. okt s.l. í þriðja skiptið á þessum vetri og ýmislegt var talað um en þetta helsta var að við skiptum um heimasíðu fyrirtæki og ákveðið að ný heimasíða yrði tekinn til notkunar 10. apríl 2013 nk. í tilefni að 10 ára afmæli félagsins. En gamla síðan verður…
Read more

Óska eftir persónulegum forstöðumanni

Ég er ung fötluð kona í Hafnarfirði sem leita eftir einstaklingi í 50-100% vinnu til að halda utan um notendastýrða persónulega aðstoð í samvinnu við mig og foreldra mína. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og menntun sem getur nýst í starfi og búa yfir viðhorfi sem samræmist hugmynda-fræðinni um sjálfstætt líf. Starfið bíður upp á…
Read more

Óska eftir aðstoðarfólki – félagsliðum.

Ég er ung fötluð kona í Hafnarfirði sem leitar eftir ungu fólki (20-30 ára) til að aðstoða mig í daglegu lífi og auka lífsgæði mín. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf um kvöld og/eða helgar sem felst í því að vera mér innan handar um það sem ég þarfnast aðstoðar við, s.s. að…
Read more

Viðbótarnám félagsliða

Félagsliðar aukin fagþekking. Borgarholtsskóli býður viðbótarnám fyrir félagsliða sem ætlað er að dýpka þekkingu, efla fagmennsku og kynna nýjar áherslur í þjónustu . Félagsliðar hafa sýnt mikinn áhuga á aukinni fagmenntun og þetta nám er svarið við þeim áhuga.   Viðbótarnáminu er ætlað að koma til móts við auknar kröfur sem gerðar eru til starfa…
Read more

Vegna yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Félag íslenskra félagsliða sendi nú á dögunum til Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármalaráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins eftirfarandi orð: Vegna flutnings á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót vill Félag íslenskra félagsliða koma á framfæri mikilvægum ábendingum. Þeir sem nú eru félagsliðar hafa lokið fagnámi á framhaldsskólastigi, rétt eins og sjúkraliðar, matartæknar, tanntæknar, læknaritarar…
Read more

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Haldinn var stjórnarfundur í gær og mættu: Jóhannes A. Levy Alexsandra Einarsdóttir Stefán E. Hafsteinsson Ákveðið var að halda fræðslufund seinni hluta janúar á næsta ári fyrir félagsliða.  Umræðuefnið verður geðheilbrigðismál og þjónustan.  Jóhannes og Stefán ætla undirbúa fræðslufundinn sem verður auglýstur síðar. Formaður kynnti einnig mótmælabréfið sem félagið sendi til menntamálaráðuneytisins, vegna niðurskurðarins…
Read more

Störf stjórnar

Kæru félagar

Stjórn Félag íslenskra félagsliða hefur hist 2 sinnum það sem er af þessum vetri og hafa fundirnir gengið vel. Ég ætlaði að láta ykkur vita í grófum dráttum hvað við erum að gera.

Ársskýrsla og fréttir af aðalfundinum 24. maí 2012.

Á fyrri hluta liðiðs árs var unnið að því, eins og árin á undan að sækja um löggildingu á starfsheitinu félagsliði en það mál var sett í biðstöðu snemma árinu vegna tilmæla frá ráðuneytinu. Velferðarráðuneytið hefur um nokkurn tíma verið að vinna í nýrri rammalöggjöf fyrir heilbrigðisstéttir og munu þau lög sameina um 15 eldri lög á einn stað. Allar umsóknir um löggildingu á starfsheitum heilbrigðisstétta voru settar í bið þar til að frumvarpið væri orðið að lögum. Eftir það ættu umsóknaraðilar, þar á meðal Félag íslenskra félagsliða að byrja upp á nýtt í umsóknarferli sínum.

Störf stjórnar

Kæru félagar. Stjórn Félags íslenskra félagsliða hefur hist 2 sinnum það sem af er þessum vetri og hafa fundirnir gengið vel. Ég ætlaði að láta ykkur vita í grófum dráttum hvað við erum að gera. Við erum búin að vera í greiningarferli og kanna stöðu Félagsliða og kom þar í ljós að stórhluti af þeim…
Read more