Category: Fréttir

Created with Sketch.

Aðalfundur 2017

Kynningarfundur

Félag íslenskra félagsliða verður með kynningarfund mánudaginn 22. ágúst n.k. kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í matsalnum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði. Hvetjum alla félagsliða á svæðinu til að mæta. Verðum með vörurnar okkar til sölu á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Ólöf Bára Sæmundsdóttir, formaður Guðrún Geirsdóttir, gjaldkeri.

Kynningarherferð.

Kæru félagsliðar, Ég og gjaldkeri Félags íslenskra félagsliða fórum og heimsóttum félagsliða víðsvegar um landið dagana 6. – 10. júní sl. Ferðin var í alla staði ánægjuleg og var virkilega gaman að hitta alla flottu félagsliðana. Fundirnir gengu vel og voru fræðandi en það hefði verið gaman að sjá fleiri félagsliða mæta. Við erum ekki…
Read more

Viðhorfskönnun

Kæru félagsmenn, send var út stutt viðhorfskönnun til félagsmanna þar sem að netföng voru fyrir hendi. Hvet alla til að taka þátt í þessari könnun. Ólöf Bára Sæmundsdóttir formaður.

Aðalfundur félagsins 28. apríl 2016.

Þann 28. apríl n.k. verður aðalfundur Félags íslenskra félagsliða haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík kl. 17:00. Fyrirhugað er að hafa fjarðfundarbúnað. Þeir félagsmenn sem ætla að sitja aðalfundinn í fjarfundarbúnaði þurfa að skrá sig í gegnum netfangið formadur@felagslidar.is

Áskorun til ráðherra um löggildingu félagsliða í mars 2016.

Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil.  Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðstoð að halda.  Fulltrúar félagsliða gengu á fund heilbrigðisráðherra í nóvember síðastliðnum til að tala fyrir löggildingu en engar fréttir hafa borist…
Read more

Til hamingju félagsliðar

Svipmyndir frá útskrift félagsliða í Borgarholtsskóla 23. maí síðastliðinn.  

Aðalfundur/ kosning nýrrar stjórnar

Aðalfundur félagsins var haldinn 13 apríl s.l. Ný stjórn var kosin og hún er skipuð eins og hér segir. Ólöf Sæmundsdóttir formaður Rebekka Alvarsdóttir varaformaður Guðrún Geirsdóttir gjaldkeri Karen Rakel Óskarsdóttir ritari Vigdís Beck meðstjórnandi Kolbrún Björnsdóttir meðstjórnandi Sigurveig Gestsdóttir meðstjórnandi Við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf.  

Upplýsingar um fjarfundabúnað

Fjarfundarbúnaður verður á Aðalfundi Félag íslenskra félagsliða á Eftirtöldum stöðum: Á Höfn eru þetta Nýheimar, Litlubrú 2, 780 Höfn. Háskólinn á Akureyri fundarherbergi N 203.   Þar sem var ekki skráning á Egilsstöðum, Sauðárkróki og Snæfellsbæ fellur fjarfundur þar niður.