Category: Fréttir

Created with Sketch.

Fréttabréf FÍF lítur dagsins ljós

Fyrsta fréttabréf Félags íslenskra félagsliða er komið út. Það var búið að vera í umræðunni hjá stjórninni að senda félagsmönnum fréttabréf frá því fyrir áramót og er það því mikið ánægjuefni að sjá þetta fyrsta tölublað verða til. Búið er að senda það í pósti til allra félagsmanna en einnig er hægt að skoða það…
Read more

FÍF er 10 ára og býður til veislu 13. apríl

10 ára afmælisfagnaður Félags íslenskra félagsliða verður haldinn að Grettisgötu 89, 1. hæð, Reykjavík, kl. 13:00-16:00 laugardaginn 13. apríl 2013. Dagskrá Formaður setur samkomuna og heiðrar fyrri formenn og fyrstu stjórnina. Veitingar verða í boði ásamt óvæntum uppákomum. Auk þess verður happdrætti með veglegum vinningum t.d. skíðapakki, gisting, leikhús, út að borða o.fl. Félagsnælan og…
Read more

Lögverndun – Beðið umsagnar frá Embætti landlæknis

Eins og áður hefur komið fram er Félag íslenskra félagsliða að vinna að því að fá lögverndun starfsheitis. Umsókn var send velferðarráðherra í janúar síðastliðnum og enn er beðið umsagnar Embættis landlæknis. Félagið sendi fyrirspurn til  velferðarráðuneytis þann 4. apríl og svarið sem kom var að umsögn Embættis landlæknis hefði ekki borist en vonir stæðu…
Read more

Stjórnarfundur í Mars 2013

Marsfundur stjórnar var haldinn 21 þess mánaðar og var talað um lögverndunina og kom það fram að það eru 32 umsóknir til skoðunar, sent var fyrirspurn í ráðuneytið til að kanna hvernig staðan væri, en ekkert svar var komið fyrir fundinn.  Samþykkt var að bíða aðens með aðgerðir og senda aftur í kring um páskanna.…
Read more

Spennandi námskeið á vegum Starfsmenntar

Tvö námskeið verða á vegum Starfsmenntar fyrir félagsliða – Munnhirða sjúkra og aldraðra og Viðhorf, virðing og fjölbreytileiki. Fyrra námskeiðið Munnihirða sjúkra og aldraðra verður haldið þriðjudaginn 19. mars, kl. 17-20 og miðvikudaginn 20. mars frá kl. 9-12, í Reykjavík (verklegt að hluta og því ekki hægt að fjarkenna.) Seinna námskeiðið Viðhorf, virðing og fjölbreytileiki verður haldið miðvikudaginn 10. apríl kl.…
Read more

Umsókn um lögverndun er komin til umsagnar hjá Embættis landlæknis

Komið sæl kæru félagar. Við erum komin með svar frá Velferðarráðuneytinu og þurfum við að bíða eftir svari frá þeim, þar sem Velferðaráðuneytið sendi umsóknina til umsagnar hjá Embæti landlæknis og er það væntanlegt upp úr miðjum mars mánuði. Þetta er gert í samræmi við lög um heilbrigðisstarfsmenn 34/12 skv. 2. málsl. 2mgr.2 gr Bestu…
Read more

Gleðilegt nýtt ár – fréttir af lögverndun og fleira

Gleðilegt ár kæru félagar. Nú er árið 2013 komið og 1 jan s.l. tóku í gildi ný lög þar sem Ráðherra hefur heimild til að veita lögverndun á starfsheiti. En umsókn okkar fór inn í Velferðaráðuneyti í dag, einnig er búið að panta fundartíma hjá ráðherranum en við erum að bíða eftir því að fá…
Read more

Bæklingur FÍF kominn úr prentun

Út er kominn gullfallegur bæklingur Félags íslenskra félagsliða. Í bæklingnum er starf og nám félagsliða kynnt ásamt því að tilgangur og saga félagsins er rakin. Einnig er þar að finna siðareglur félagsins. Bæklingurinn verður sendur öllum félagsmönnum ásamt því að verða sendur inn á vinnustaði. Hér má sjá bæklinginn: FIF-baeklingur-sida4-1 FIF-baeklingur-sida2-3

Störf stjórnar

Kæru félagar

Stjórn Félag íslenskra félagsliða hefur hist 2 sinnum það sem er af þessum vetri og hafa fundirnir gengið vel. Ég ætlaði að láta ykkur vita í grófum dráttum hvað við erum að gera.

Ársskýrsla og fréttir af aðalfundinum 24. maí 2012.

Á fyrri hluta liðiðs árs var unnið að því, eins og árin á undan að sækja um löggildingu á starfsheitinu félagsliði en það mál var sett í biðstöðu snemma árinu vegna tilmæla frá ráðuneytinu. Velferðarráðuneytið hefur um nokkurn tíma verið að vinna í nýrri rammalöggjöf fyrir heilbrigðisstéttir og munu þau lög sameina um 15 eldri lög á einn stað. Allar umsóknir um löggildingu á starfsheitum heilbrigðisstétta voru settar í bið þar til að frumvarpið væri orðið að lögum. Eftir það ættu umsóknaraðilar, þar á meðal Félag íslenskra félagsliða að byrja upp á nýtt í umsóknarferli sínum.