Félagið

Um félagið

Félag íslenskra félagsliða er fagfélag sem stofnað var 10. apríl 2003.

Tilgangur félagsins er:

 • Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna, vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum.
 • Að efla samheldni og samvinnu, stuðla að símenntun, fræðslu og bættri þekkingu félagsmanna.
 • Að hafa samvinnu við hliðstæð erlend félög.

Starf félagsliða felst í að efla félagslega virkni, á heilbrigðis,- félags- og menntunarsviði. Veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi. Skjólstæðingar félagsliða eru oftast einstaklingar eða hópar sem vegna röskunar á þroska, veikinda, öldrunar eða áfalla þurfa á stuðning og þjónustu að halda.

Nöfn stjórnarmanna, kosin á aðalfundi 30.apríl 2019:

Formaður: Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir

 • Varaformaður: Kolbrún Björnsdóttir
 • Ritari: Matthildur Ómarsdóttir
 • Gjaldkeri : Kristbjörg Óladóttir
 • Meðstjórnandi: Sissa Gestsdóttir
 • Meðstjórnandi: Ólöf Sigurðardóttir
 • Meðstjórnandi: Sveinn Pálsson
 • Varamaður: Guðrún Geirsdóttir

Nöfn stjórnarmanna, kosin á aðalfundi 10.apríl 2018:

Formaður: Ólöf Bára Sæmundsdóttir

 • Varaformaður: Kolbrún Björnsdóttir
 • Ritari: Vigdís Beck
 • Gjaldkeri : Guðrún Geirsdóttir
 • Meðstjórnandi: Sissa Gestsdóttir
 • Meðstjórnandi: Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir
 • Meðstjórnandi: Sveinn Pálsson
 • Varamaður: Sigurður Þorðarsson

Nöfn stjórnarmanna, kosin á aðalfundi 5. maí 2014:

Formaður: Salvör Sigríður Jónsdóttir

 • Varaformaður: Rebekka Alvarsdóttir
 • Ritari: Karen Rakel Óskarsdóttir
 • Gjaldkeri : Guðrún Geirsdóttir
 • Meðstjórnandi: Kolbrún Björnsdóttir
 • Meðstjórnandi: Guðbjörg Benjamínsdóttir
 • Meðstjórnandi: Sigurveig Gestsdóttir
 • Varamaður: Helen Meyers
 • Varamaður: Inga G. Halldórsdóttir

Nöfn stjórnarmanna, kosin á aðalfundi 27. maí 2013:

 • Formaður: Salvör Sigríður Jónsdóttir
 • Varaformaður: Guðbjörg Benjamínsdóttir
 • Ritari: Birna Jónsdóttir
 • Gjaldkeri : Rebekka Alvarasdóttir
 • Meðstjórnandi: Elva Hlín Harðardóttir
 • Meðstjórnandi:
 • Meðstjórnandi: Hafdís Sverrisdóttir
 • Varamaður: Helen Meyers
 • Varamaður: Birna Sigurðardóttir

Siðareglur félagsliða

 1. Félagsliði rækir störf sín af alúð, samviskusemi, trúmennsku og án þess að fara í manngreinarálit vegna færniröskunar, kynþáttar, menningar, trúarbragða, aldurs, kynferðis, kynhneigðar, þjóðfélagsstöðu eða stjórnmálaskoðana skjólstæðinga sinna.
 2. Félagsliði gætir fyllstu þagmælsku um þau mál sem hann kann að verða áskynja í starfi sínu. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera með leyfi skjólstæðings eða samkvæmt lagaboði.
 3. Félagsliði vinnur í nánu samstarfi við skjólstæðinga sína, virðir þekkingu þeirra og reynslu og tekur mið af þörfum þeirra, færni og aðstæðum.
 4. Félagsliði vinnur af heilindum og heiðarleika í öllu starfi með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi.
 5. Félagsliði leitar samráðs við viðeigandi aðila telji hann að á rétt skjólstæðings sé gengið. Hann stuðlar að því í samvinnu við aðrar stéttir að skjólstæðingur (eða aðstandendur hans) sé upplýstur um rétt sinn.
 6. Félagsliði leitast við að styðja skjólstæðinga sína við að finna eigin styrkleika í félags- og tómstundamálum og við daglegar athafnir.
 7. Félagsliði leggur sitt af mörkum við að rjúfa félagslega einangrun skjólstæðings síns og stuðlar að heilsuvernd.
 8. Félagsliði gætir virðingar stéttar sinnar innan sem utan vinnustaðar.
 9. Félagsliði skal aldrei ræða með lítilsvirðingu um skjólstæðinga sína, samstarfsmenn eða vinnustað.
 10. Félagsliði ræktar samvinnu við samstarfsstéttir og gagnrýnir þær ekki í áheyrn skjólstæðinga.

Félagsliðar skulu kynna sér ákvæði reglna þessara og leitast við að fylgja þeim í starfi. Telji félagsliði að samstarfsaðili vinni gegn hagsmunum skjólstæðings ber honum skylda til að tilkynna það viðeigandi aðila, hafi ábendingar og viðræður ekki borið árangur.

Saga Félags íslenskra félagsliða – FÍF

Í júní 2002 hófu Bryndís Jónsdóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir undirbúning að stofnun félags fyrir félagsliða. Hinn 4. nóvember 2002 var haldinn undirbúningsfundur vegna fyrirhugaðrar stofnunar fagfélags félagsliða. Kosin var undirbúningsnefnd og í henni sátu: Brandur Gíslason, Bryndís Jónsdóttir, Ingileif Ögmundsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Rakel Þorsteinsdóttir.

Boðað var til stofnfundar félagsins 10. apríl 2003. Á fundinum voru samþykkt lög og siðareglur fyrir félagið. Kosin var fimm manna stjórn, tveir varamenn og tveir endurskoðendur. Í fyrstu stjórn félagsins voru þessi kjörin: Formaður Rakel Þorsteinsdóttir, varaformaður Anna Ingvadóttir, gjaldkeri Bryndís Jónsdóttir, ritari Þórdís Ólöf Eiríksdóttir, meðstjórnandi Margrét Halldóra Halldórsdóttir, varamenn Brandur Gíslason og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Félagslegir skoðunarmenn reikninga: Erla Hrönn Júlíusdóttir og Ingileif Ögmundsdóttir.