Félagsfundur 20.febrúar 2020

Created with Sketch.

Félagsfundur 20.febrúar 2020

Í gærkvöldi hélt félagið uppá fyrsta félagsfund á þessu ári.

Gekk hann mjög vel og var vel fjölmennt á fundinn, Sigurbjörg Sara formaður félagsins opnaði fundinn með smá ræðu um hvað sé í gangi og stóra máli hjá félaginu er auðvita breyting á náminu uppí 3 hæfnisþrep. Það verkefni er langt komið og hefur menntamálastofnuna og starfsgreinaráð sett tillögu inní samráðsgátt og hægt er að skoða tillöguna  hér inná.

Sigurbjörg ræddi einnig líka um, leið og menntamálaráðuneytið hefur samþykkt breytinguna þá mun hún ásamt fulltrúum félagsins fara til heilbrigðisráðherra og óska eftir löggildingu í þriðja sinn.

Þegar Sigurbjörg lauk máli sínu þá tók hún Sonja formaður BSRB við og ræddi um hver staðan er í kjarasamningum, Það eru greinilegt að félagsmenn innan BSRB vilja verkföll því ef ekki verður samið fyrir 9. Mars mun verkföll hefjast þann dag.

Flosi framkvæmdastjóri SGS kom og ræddi um nýju kjarasamningana við Sveitafélögin einnig fengum við að vita að það náðist samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara.

Félag íslenskra Félagsliða sendir þeim félögum sem eru í verkföllum og er á leið í verkföll baráttukveðjur

 

 

 

%d bloggers like this: