Félagsliðar eru tilbúnir að mæta áskorunum og kröfum um faglega þjónustu í framtíðinni.

Created with Sketch.

Félagsliðar eru tilbúnir að mæta áskorunum og kröfum um faglega þjónustu í framtíðinni.

FÍF málþing nóv 2013 fh (26)Á málþingi Félags íslenskra félagsliða, sem haldið var 15. nóvember síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
Starfssvið félagsliða á vel heima í nútíma samfélagi þar sem við stöndum frammi fyrir þeirri gleðilegu staðreynd að fólk lifir lengur og öldruðum fjölgar.  Þá hefur orðið gjörbreyting á síðustu árum á þjónustu við fatlaða, meðal annars á grunnviðhorfinu sem er í dag að hinn fatlaði fái að segja sem mest um sitt líf.

Félagsliðar vinna við að aðstoða fatlaða, geðfatlaða og aldraða við daglegar athafnir hvort sem er á stofnunum eða á heimilum þeirra. Félagsliði aðstoðar og veitir ráðgjöf þar sem það á við og örvar skjólstæðinga sína til framkvæmda og virkrar þátttöku í samfélaginu á jákvæðan hátt. Gott starf félagsliða er því skjólstæðingum þeirra lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir það hafa félagsliðar löngum verið hin ósýnalega stétt velferðarkerfisins. Virðing fyrir störfum félagsliðans hefur verið lítil eins og dræmar undirtektir stjórnvalda við ósk þeirra um löggildingu starfsins sýna. Rúmlega 1000 manns vinna sem félagsliðar í dag, meirihluti þeirra eru konur. Þetta er metnaðarfullur hópur sem er tilbúinn að mæta áskorunum og kröfum um faglega þjónustu í framtíðinni, – en til þess þurfa stjórnvöld og atvinnurekendur að kynna sér málin og læra að meta störf þessa hóps.

Stjórn félagsliða vil með þessu málþingi minna á störf félagsliða og skorar á stjórnvöld að flýta vinnu við löggildingu starfsins. Það er sú viðurkenning sem stéttin og starfsumhverfi hennar þarf á að halda.  Félagsliðar er hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins. 

Nánari upplýsingar veitir: Salvör S. Jónsdóttir í síma 844-6286 eða felagslidar@felagslidar.is.

 

%d bloggers like this: