Félagsliðar sækja fram

Created with Sketch.

Félagsliðar sækja fram

Yfir tvö þúsund félagsliðar eru útskrifaðir og skorum við á stofnanir og fyrirtæki að auglýsa eftir félagsliðum.

Í félags,- heilbrigðis,- og menntakerfinu hafa félagsliðar oft verið hin gleymda stétt. Félagsliðar hafa verið starfandi síðan 2003 á þessum sviðum.

Jafnhliða hefur orðið gríðarleg fjölgun í þessari stétt og fagnar félagið þeirri þróun.

Í dag er samfélagið í krísu, mikið óöryggi um störf og óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta hefur valdið miklu álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið.

Yfir tvö þúsund félagsliðar eru útskrifaðir og skorum við á stofnanir og fyrirtæki að auglýsa eftir félagsliðum.

Störf félagsliða skipta miklu máli fyrir samfélagið okkar. Félagsliðar aðstoða einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda við athafnir daglegs lífs og styðja þá til sjálfshjálpar. Þeir aðstoða og leiðbeina einstaklingum við að sinna félagslegum og líkamlegum þörfum.

Félagsliðar búa yfir þekkingu til að greina af innsæi mismunandi aðstæður fólks og geta metið á faglegan hátt hvenær þörf er á aðstoð til að ýta undir frumkvæði og sjálfstæði hjá þjónustunotendum sínum.

Markhópurinn hjá félagsliðum eru einstaklingar með fötlun, geðraskanir, aldraðir, langveikir og aðrir sem vegna fötlunar eða sérstakra aðstæðna þurfa stuðning til lengri eða skemmri tíma. Félagsliðar hafa þekkingu á þeim úrræðum sem til eru og vita hvar nálgast má viðeigandi upplýsingar. Félagsliðar vinna í samstarfi við annað fagfólk  að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana.

Vorið 2020 samþykkti Mennta- og menningarmálaráðherra að setja námslok félagsliða á 3. hæfni þrep, félagið fagnar þessari ákvörðun hjá ráðherra.

Félagsliðanámið er viðamikið og ítarlegt  þriggja ára nám sem gerir þá reiðubúna í krefjandi og um leið gefandi störf að námi loknu.

Félagsliðar hafa þurft að berjast fyrir störfum sínum með kjafti og klóm í sl. 18 ár. Nú óskum við eftir samstarfi við stofnanir og ráðuneyti í þeirri von að staðið verði vörð um störf félagsliða á íslandi.

                                             Höfundur er formaður félags íslenskra félagsliða

Formaður félag íslenskra félagsliða

%d bloggers like this: