Námskeið fyrir félagsliða

Störf félagsliða eru gefandi og fjölbreytt, þau byggja á ábyrgð og mannúð

Námskeið fyrir félagsliða

Gigtarsjúkdómar Fjarnám

Á námskeiðinu er farið yfir hvað gigtarsjúkdómar eru, birtingarmyndir þeirra, einkenni, meðferð, aukaverkanir við lyfjameðferðum, ýmsa fylgikvilla og áhættuþætti.  Farið verður yfir áhrif gigtarsjúkdóma á félagslegt og samfélagslegt umhverfi sem og nærumhverfi sjúklingsins.
Leiðbeinandi:   Sunna Brá Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Tími:                  15. og 16. apríl
Kl:                      17:00 – 21:00
Lengd:               10 stundi
Verð:                  25.500 kr.

 

Heimahjúkrun, aðferðir til að takast á við depurð og þunglyndi

Á námskeiðinu verður skoðuð samþætting þjónustu við aldraða sem búa í heimahúsi. Margir glíma við miklar breytingar á efri árum. Líkamleg heilsa fer hrakandi og oft hefur einstaklingurinn upplifað missi, sorg, einmanaleika og depurð. Farið er að draga úr virkni hans og kvíði yfir að missa tök á færni getur aukist. Þunglyndi og jafnvel uppgjör við lífið sjálft er eitthvað sem oft þarf að takast á við sem og að verða háðir umönnun nánustu ættingja og/eða fagfólks. Mikilvægt er að í allri umönnun sé haft í huga að sá aldraði fái að tjá sig og gera það sem hann getur sjálfur.
Leiðbeinandi:   Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti   landlæknis.
Tími:                   27., 28. og 30. apríl
Klukkan:             17:00 – 21:00
Lengd:                15 stundir/punktar
Verð:                   37.000 kr.

 

Samskiptastreita Fjarnám

Streita getur birst í ýmsum myndum, einn osakaflötur streitu eru félagslegir streituvaldar. Félagslegir streituvaldar eru til dæmis samskipti við fólk og þau áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft. Öll samskipti eru ólík og flókin ferli og geta mismunandi þættir hafa áhrif á samskipti okkar, þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjir streituvaldarnir eru.
Leiðbeinandi:   Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. félags- og vinnusálfræði, framkvæmdastjóri Forvarna og ráðgjafi í sálfélagslegri vinnuvernd hjá Streituskólanum, www.stress.is.
Tími:                      16. og 17. mars
Kl:                          17:00 – 21:00
Lengd:                  10 stundir/punktar
Verð:                     25.500 kr.

 

Skýrslugjöf (rapport), tjáning og samskipti milli fagaðila – frestað til hausts 2020

Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast aðferðum til að safna upplýsingum um sjúklinga á kerfisbundin hátt og hvernig hentugt er að miðla þeim t.d. með SBAR, RSVP og SOAP. Skerpt verður á gildum skilvirkra samskipta í starfi og mikilvægi þess að geta miðlað upplýsingum skipulega á milli vakta, annarra fagstétta, deilda og stofnana. Þátttakendur öðlast meira öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum og meiri ákveðni í samskiptum við aðra. Þeir gera sér betur grein fyrir eigin tilfinningum og líðan, hlutverki sínu og mikilvægi en einnig hvaða áhrif eigin líðan hefur á starfsumhverfið. Farið í gegnum grunnatriði ákveðniþjálfunar, samspil yrtra og óyrtra samskipta og grunnatriði líkamstjáningar. Gerðar verða verklegar æfingar og tilfellaæfingar.
Leiðbeinandi: Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, ERC leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Tími:                1. og 2. apríl
Kl:                    17:00 – 21:00
Lengd:             10 stundir/punktar
Verð:               25.500 kr.

%d bloggers like this: