Reykjavíkurborg óskar eftir Félagsliða á heimili fyrir börn

Created with Sketch.

Reykjavíkurborg óskar eftir Félagsliða á heimili fyrir börn

Félagsliða á heimili fyrir börn

Reykjavíkurborg – Velferðarsvið


Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
Óskar eftir að ráða félagsliða/stuðningsfulltrúa í hlutastarf í sértæktu húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði.
Um vaktavinnu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Stuðningur, hvatning og aðstoð við þjónustunotendur til félagslegrar virkni og sjálfshjálpar.
Tekur þátt í teymisvinnu
Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa.
Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns.

Hæfniskröfur 
Félagsliðapróf/góð almenn menntun.
Íslenskukunnátta skilyrði.
Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð í vinnubrögð.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar
Starfshlutfall: Umsemjanlegt
Umsóknarfrestur: 21.01.2020
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar: 8355
Nafn sviðs: Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir
Tölvupóstur stefania.bjork.sigfusdottir@reykjavik.is
Sími 533 1125

Heimili fyrir börn Móvað 9
Hraunbæ 115
110 Reykjavík

Umsóknafrestur er til 21 Janúar 2020

hægt er að sækja um starfið HÉR

%d bloggers like this: