Velferðaráðuneytið sendi erindi félagsins um löggildinu aftur til embættis landlæknis

Created with Sketch.

Velferðaráðuneytið sendi erindi félagsins um löggildinu aftur til embættis landlæknis

Í lok október barst okkur bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem við fengu svar við umsókninni okkar frá  4. janúar síðastliðinn um löggildingu starfsheitis félagsliða. Svarið var því miður ekki félagsliðum í hag, þar sem ráðherra sendi umsóknina aftur  til embættis landlæknis til frekari endurskoðunar. Embætti landlæknis telur að vert að skoða hvort löggilda eigi starfsstéttina félagliðar, en að skoða þurfi umsókn félaglið almennt í samhengi við þörf fyrir löggildinu heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis telur mikilvægt að áður en tekið verði ákvörðun um að löggilda fleiri heilbrigðisstéttir verði gerð greining á þörf fyrir menntun og mannaflans í heilbrigðisþjónustu og mun velferðaráðuneytið óska eftir því við embættið að svo verði gert.

Ráðherra hefur ákveðið að ekki verði tekin ákvörðun um löggildingu fleiri heilbrigðisstétta fyrr en að lokinni þeirri vinnu sem að framan greinir.Þannig að því miður er umsókn okkar aftur komin í hendur embættis landlæknis og þar hefur verið stofnaður vinnuhópur til að halda áfram að vinna að löggildingunni.

Vinnuhópinn skipa:

Drífa Snædal – Starfsgreinasambandið.

Fanney Helga Friðriksdóttir – félagsliði og formaður faghóps félagsliða hjá Eflingu stéttarfélags.

Harpa Ólafsdóttir – Kjarasvið Eflingar.

Jóhanna Þórdórsdóttir – Fræðslustjóri SFR.

Salvör Sigríður Jónsdóttir –  Formaður FÍF.

Þórarinn Eyfjörð – Framkvæmdarstjóri SFR.

 

 

 

%d bloggers like this: