Áskorun til ráðherra um löggildingu félagsliða í mars 2016.
Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil. Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðstoð að halda. Fulltrúar félagsliða gengu á fund heilbrigðisráðherra í nóvember síðastliðnum til að tala fyrir löggildingu en engar fréttir hafa borist af framgangi málsins.
Áskorunina má sjá hér: Áskorun-um-löggildingu-félagsliða-til-heilbrigðisráðherra