Námskeið fyrir félagsliða

Created with Sketch.

Kulnun í starfi

Hæfniviðmið: Að sjúkraliðar/félagsliðar læri að þekkja einkenni kulnunar (burnout) í starfi. Hvaða áhrif kulnun getur haft á viðhorf til starfsins og samskipti við sjúklinga. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir kulnun og hvernig á að bregðast við ef hún er þegar til staðar.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um hvað það þýðir að brenna út í starfi, hvaða afleiðingar það getur haft á starf sjúkraliða og samskipti við sjúklinga. Kulnun er sérstaklega algeng hjá starfsstéttum sem vinna náið með öðru fólki, s.s. hjúkrun og aðhlynningu sem fela í sér náin og mikil samskipti við sjúklinga. Farið verður í streituþætti og streitustjórnun fyrir starfsmenn sem glíma við mikið álag í starfi sínu. Skoðað verður hvernig hugsunarháttur og viðhorf hafa áhrif á hvernig við metum aðstæður og upplifum streitu og kvíða í starfi með sjúklingum. Einstaklingsvinna og verkefnavinna í hópum er stór þáttur á námskeiðinu. Mikilvægt er að þátttakendur komi með reynslu til að vinna með.

Leiðbeinandi:    Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á LSH.
Tími:                     14. og 15. september
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                 10 stundir/punktar

SKRÁNING HÉR!

  • Leiðbeinandi: Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á LSH.
  • Tími: 28. og 19. september, mániudagur og þriðjudagur, kl: 17:00 – 21:00
  • Lengd: 10 stundir/punktar
  • Námsmat: 100% viðvera og virkni í tímum
  • Staðsetning: Námskeiðið verður kennt í Fjölheimum á Selfossi og verður einnig í fjarfundi. 
  • Verð: 28.500

SKRÁNING HÉR HJÁ FRÆSÐLUNETIÐ SUÐURLANDS

Skýrslugjöf (rapport), tjáning og samskipti milli fagaðila

Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast aðferðum til að safna upplýsingum um sjúklinga á kerfisbundin hátt og hvernig hentugt er að miðla þeim t.d. með SBAR, RSVP og SOAP. Skerpt verður á gildum skilvirkra samskipta í starfi og mikilvægi þess að geta miðlað upplýsingum skipulega á milli vakta, annarra fagstétta, deilda og stofnana. Þátttakendur öðlast meira öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum og meiri ákveðni í samskiptum við aðra. Þeir gera sér betur grein fyrir eigin tilfinningum og líðan, hlutverki sínu og mikilvægi en einnig hvaða áhrif eigin líðan hefur á starfsumhverfið. Farið í gegnum grunnatriði ákveðniþjálfunar, samspil yrtra og óyrtra samskipta og grunnatriði líkamstjáningar. Gerðar verða verklegar æfingar og tilfellaæfingar.
Leiðbeinandi: Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, ERC leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Tími:                16. og 17. september
Kl:                    17:00 – 21:00
Lengd:             10 stundir/punktar
Verð:               27.000 kr. 

SKRÁNING HÉR!

Heimahjúkrun, aðferðir til að takast á við depurð og þunglyndi

Á námskeiðinu verður skoðuð samþætting þjónustu við aldraða sem búa í heimahúsi. Margir glíma við miklar breytingar á efri árum. Líkamleg heilsa fer hrakandi og oft hefur einstaklingurinn upplifað missi, sorg, einmanaleika og depurð. Farið er að draga úr virkni hans og kvíði yfir að missa tök á færni getur aukist. Þunglyndi og jafnvel uppgjör við lífið sjálft er eitthvað sem oft þarf að takast á við sem og að verða háðir umönnun nánustu ættingja og/eða fagfólks. Mikilvægt er að í allri umönnun sé haft í huga að sá aldraði fái að tjá sig og gera það sem hann getur sjálfur.
Leiðbeinandi:   Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti   landlæknis.
Tími:                   22., 23. og 24. september
Klukkan:             17:00 – 21:00
Lengd:                15 stundir/punktar
Verð:                   37.000 kr.

SKRÁNING HÉR!

Gigtarsjúkdómar

Á námskeiðinu er farið yfir hvað gigtarsjúkdómar eru, birtingarmyndir þeirra, einkenni, meðferð, aukaverkanir við lyfjameðferðum, ýmsa fylgikvilla og áhættuþætti.  Farið verður yfir áhrif gigtarsjúkdóma á félagslegt og samfélagslegt umhverfi sem og nærumhverfi sjúklingsins.
Leiðbeinandi:   Sunna Brá Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Tími:                  12. og 13. október
Kl:                      17:00 – 21:00
Lengd:               10 stundir
Verð:                  27.000 kr. 

SKRÁNING HÉR!

Samskiptastreita

Streita getur birst í ýmsum myndum, einn osakaflötur streitu eru félagslegir streituvaldar. Félagslegir streituvaldar eru til dæmis samskipti við fólk og þau áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft. Öll samskipti eru ólík og flókin ferli og geta mismunandi þættir hafa áhrif á samskipti okkar, þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjir streituvaldarnir eru.
Leiðbeinandi:   Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. félags- og vinnusálfræði. Framkvæmdastjóri & ráðgjafi hjá Hugarheimur ehf.

Tími:                     19. og 20. október
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                  10 stundir/punktar
Verð:                     27.000 kr. 

SKRÁNING HÉR!

Áhrif Alzheimer á aðstandendur

Á námskeiðinu verður farið yfir sjúkdómsferlið, ráðandi hugmyndafræði í umönnun einstaklinga með heilabilun og hvernig þarfir einstaklinga birtast og breytast.  Einnig verður farið yfir mikilvægi samskipta við sjúkling og fjölskyldu.

Leiðbeinandi:    Tara Björt Guðbjartsdóttir, BA próf í sálfræði og meistarapróf í heilbrigðisvísindum.
Tími:                     27. og 28. október
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                 10 stundir/punktar
Verð:                    27.000 kr.

SKRÁNING HÉR!

Klínískar leiðbeiningar um næringu aldraðra

Námskeiðið felur í sér ítarlega yfirferð yfir Klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga (Landspítalinn, 2011) og ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk (Embætti Landlæknis, 2018). Farið verður yfir mikilvæga þætti til þess að sporna við vannæringu (forvarnir) við klínískar aðstæður, auk alvarlegra afleiðinga vannæringar. Sérstaklega verður farið yfir skimun fyrir áhættu á vannæringu (mat á næringarástandi). Veitt verður innsýn í áherslur í fæði sjúklingahópa, áferð fæðis, mötunaraðferðir, umhverfi og aðra mikilvæga þætti. Námskeiðið mun einnig fela í sér æfingar byggðar á sjúklingatilfellum.

Leiðbeinendur: Berglind Soffía Blöndal, klínískur næringarfræðingur og doktorsnemi í næringarfræði, sérhæfing: næring aldraðra og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir næringarfræðingar (MSc) og doktorsnemi í næringarfræði.
Tími:                     2,. 3., 4. og 5. nóvember
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                 20 stundir/punktar
Verð:                    50.000 kr.

SKRÁNING HÉR!

Geðrofssjúkdómar

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað geðrof er, einkenni, orsakir, meðferð og horfur. Geðrof getur verið tímabundið ástand af ýmsum völdum, t.d. neyslu vímuefna, en einnig endurtekið og/eða langvarandi ástand, þá sem hluti af alvarlegum geðsjúkdómi.
Geðrof hefur áhrif á atferli, hvernig einstaklingurinn skynjar umhverfi sitt og hvernig hann hugsar. Farið verður yfir meðferð og meðferðarúrræði sem bjóðast í dag.

Leiðbeinandi:    Ísafold Helgadóttir, geðlæknir.
Tími:                     9. og 10. nóvember
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                 10 stundir/punktar
Verð:                    27.000 kr.

SKRÁNING HÉR!

%d bloggers like this: