Hæfnikröfur félagsliða

Created with Sketch.
 • Standast kröfur sem gerðar eru til félagsliða með því að skipuleggja og forgangsraða störfum sínum tengdum félagslegri þjónustu og umönnun á ábyrgan, gagnrýnan og skýran hátt.
 • Aðlaga tjáskipti sín að ólíkum viðmælendum í samræmi við aðstæður. Geta lesið líkamstjáningu, svipbrigði og raddblæ til að meta hvort skilaboð skiljist, ásamt því að geta sett sig í spor annarra og haldið ró sinni í samskiptum við mismunandi einstaklinga.
 • Eiga faglega samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur, samstarfsfólk og samstarfsaðila.
 • Lesa þarfir og aðstæður þjónustunotenda og geta brugðist við á faglegan hátt.
 • Skipuleggja störf sín við félagslega virkni, afþreyingu, umönnun og sýni sjálfstæði og ábyrgð í störfum.
 • Ábyrgjast framkvæmd og eftirlit með skráningu á þjónustu við notendur.
 • Bera ábyrgð á, skipuleggja og útfæra faglegt starf og sinna fjölbreyttum verkefnum með þjónustunotendum.
 • Miðla þekkingu til samstarfsfólks, þjónustunotenda og aðstandenda ásamt því að bera ábyrgð á aðlögun nýrra starfsmanna og handleiðslu félagsliðanema.
 • Þekkja lög og reglugerðir sem gilda um starfið og fylgja þeim í daglegu starfi.
 • Vinna eftir gæðaviðmiðum og taka þátt í gerð gæðahandbóka og verkferla til þess að bæta þjónustu við notendur.
 • Starfa eftir gildandi siðareglum, viðmiðum um trúnað, þagmælsku og persónuvernd.
 • Bera ábyrgð á eigin starfsþróun, tileinka sér nýjungar á sínu sviði og hagnýta þá þekkingu.
 • Huga að vinnuvernd og öryggi á vinnustað og vera fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.
 • Bera ábyrgð í samráði við annað fagfólk á tiltekinni stjórnun á stofnunum og öðrum starfseiningum sem falla undir starfssvið félagsliða.

%d bloggers like this: