Lög félags íslenskra félagsliða

Created with Sketch.

Lög félags íslenskra félagsliða 1.gr.

1. gr. Nafn
Félagið heitir Félag íslenskra félagsliða, skammstafað F.Í.F. Lögheimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
Félagssvæði er allt landið. 2.gr.

2. gr. Tilgangur félagsins

2.1  Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna,vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum  og starfskjörum.
2.2  Að efla samheldni og samvinnu, stuðla að símenntun, fræðslu og bættri þekkingu félagsmanna.
2.3  Að hafa samvinnu við hliðstæð erlend félög.  3.gr.

3. gr. Félagsmenn

3.1  Rétt til aðildar að félaginu eiga félagsliðar sem lokið hafa námi  af Félagsliðabraut samkvæmt reglum og aðalnámsskrá Menntamálaráðuneytisins.
3.2  Nemum á félagsliðabraut er heimilt að gerast aukameðlimir að félaginu meðan á námi stendur. Aukameðlimir  hafa tillögu- og málfrelsi á fundum án atkvæðisréttar um málefni félagsins.
3.3  Félagar teljast aðeins með full félagsréttindi hafi þeir greitt félagsgjöld.
3.4  Úrsögn úr félaginu skal fara fram með skriflegri tilkynningu til stjórnar og öðlast hún þegar gildi. 4.gr.

4. gr. Aðalfundur
4.1  Aðalfund skal halda í apríl ár hvert og skal hann boðaður bréflega með minnst 10 daga fyrirvara. Fundarboð skal birt í almennnum fjölmiðli. Tilgreina skal í fundarboði ef fyrir liggja tillögur til lagabreytinga.
4.2  Reikningsár félagsins er almanaksárið.

5. gr. Dagskrá aðalfundar 
5.1  Kosning fundarstjóra og fundarritara.
5.2  Skýrsla formanns.
5.3  Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
5.4  Lagabreytingar.
5.5  Ákvörðun um árgjald.
5.6  Kosning formanns.
5.7  Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5.8  Önnur mál.

6.gr. Lög félagsins

6.1  Lögum félagsins verður aðeins breytt á löglegum aðalfundi og þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða svo lagabreyting nái fram að ganga.
6.2  Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.
6.3  Verði félagsmaður innan Félags íslenskra félagsliða uppvís að því að vinna gegn hagsmunum félagsins getur stjórn félagsins veitt honum áminningu, ef um endurtekin brot er að ræða getur stjórnin vísað viðkomandi úr félaginu.

7.gr. Stjórn
7.1  Stjórn félagsins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari,gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Einnig skal kjósa tvo varamenn. Varamenn skulu taka sæti í forföllum stjórnarmanna í þeirri röð sem þeir eru kosnir til sem fyrsti og annar varamaður. Ennfremur skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár.
7.2  Kosningu stjórnar skal haga þannig að kjósa skal á víxl, þannig að annað árið er kosinn formaður, ritari tveir meðstjórnendur og einn varamaður en hitt árið varaformaður,gjaldkeri, einn meðstjórnandi og tveir varamenn.
Formaður getur aldrei setið lengur en þrjú kjörtímabil samfellt. Aðrir stjórnarmenn sitja hámark fjögur kjörtímabil samfellt.
7.3  Stjórn félagsins er heimilt að skipa nefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum.
7.4  Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórn skal framkvæma ákvarðanir aðalfunda og vera málsvari félagsins út á við. Stjórn félagsins skal boða aðalfundi og félagsfundi.
7.5  Formaður skal boða til stjórnarfunda, ásamt að gera dagaskrá og stýra stjórnarfundum, á aðalfundum skal skipaður sérstakur fundarstjóri. Gjaldkeri annast sjóðsgæslu félagsins og hefur umsjón með fjármálum þess, ásamt því að halda utan um félagaskrá. Ritari skal rita fundargerðir stjórnar-, félags- og aðalfunda. Heimilt er að kjósa annan ritara á aðalfundi.

8.gr. Merki félagsins

8.1  Merki félagsins sýnir tvær hendur við það að grípa í hvor aðra þumaltaki innan í hjartalaga ramma.  Merkið er gyllt á hvítum grunni.  Heimilt er að nota svarta eða bláa útgáfu af merkinu á bréfsefni og annað prentverk.

8.2  Merkið er eign félagsins og greiðir félagsmaður ákveðna upphæð í eitt skipti fyrir heimild til að bera merkið.

8.3  Legja ber áherslu á að félagsmaður beri merki félagsins sé því viðkomið starfsins vegna.  Öðrum er óheimil notkun merkisins nema með skriflegu samþykki stjórnar félagsins.

9.gr. Félagsslit

9.1 Til þess að slíta félaginu eða sameina það öðrum félagsskap, þarf ¾ hluta greiddra atkvæða á  löglegum aðalfundi.
9.2 Hafi verið samþykkt að slíta félaginu skulu eignir þess, ef einhverjar eru, ráðstafað eftir því sem aðalfundur ákveður.

10.gr. Gildistaka Lög þessi öðlast gildi nú þegar.
Reykjavík 10. apríl 2003

%d bloggers like this: