Félagsliði óskast á móttökugeðdeild Landspítala
Við viljum ráða til starfa öflugan liðsmann á móttökugeðdeild á geðsviði Landspítala við Hringbraut. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Móttökugeðdeild er 32 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið.
Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Áhugasamir hafið samband við Guðbjörgu Sverrisdóttur verkefnastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Stuðlar að öryggi sjúklinga og starfsfólks með því að framfylgja verklagi og vera virkur þátttakandi í varnarteymi geðsviðs
» Sinnir hjúkrun sjúklinga undir stjórn hjúkrunarfræðings
» Er tengill sjúklings. Styður sjúkling til daglegrar virkni, framfylgir meðferðasamningum og hjúkrunaráætlunum
» Hefur umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildar
» Stuðlar að góðum starfsanda
Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni
» Áhugi á starfi með geðsjúkum
» Reynsla af vinnu með geðsjúka einstaklinga kostur
» Félagsliðamenntun
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 80 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2019
Nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Sverrisdóttir – gudbjsve@landspitali.is – 543 4026
Landspítali
Móttökugeðdeild
Hringbraut
101 Reykjavík
Smelltu hér til að sækja um starfið