Fréttatilkynning – Félagsliðar eru hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins – málþing 15. nóvember 2013
FRÉTTATILKYNNING
Félagsliðar eru hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins – málþing 15. nóvember 2013
Félagsliðum fjölgar ár frá ári á vinnumarkaðnum og hefur stéttin fagmenntun í að aðstoða fólk við daglegt líf sem af einhverjum ástæðum þarf þess. Félagsliðar hafa barist ötullega fyrir löggildingu starfsheitisins síðustu ár og ríkir bjartsýni um að nú sjái til lands í þeim málum. Þetta og fleira ætla félagsliðar að ræða á málþingi sínu þann 15. nóvember næstkomandi í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 í Reykjavík. Meðal dagskrárliða eru umræður um siðferðisleg álitaefni félagsliðans út frá sjónarhóli notenda, aðstandenda og félagsliða sjálfra. Auk þess verða verða kjara- og réttindamál stór hluti dagskrárinnar. Málþingið er öllum opið!
DAGSKRÁ:
Kl. 9:30-10:00 Skráning
Kl. 10:00-10:15 Setning og ávarp málþingsins.
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF, og Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsfréttamaður.
Kl. 10:15- 10:30 Sýn sveitarfélaga á þróun þjónustu við fatlaða og aldraða með sérstöku tilliti til þeirra sem þurfa aðstoð við daglegt líf. – Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 10:30- 10:45 Hvert er hlutverk félagsliða í þjónustu borgarinnar. – Lóa Birna Birgisdóttir, mannauðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Kl. 10:45-11:00 Kaffi
Kl. 11:00-11:25 Félagsliðar – umhverfi kjaramála á opinberum vinnumarkaði – Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, verkefnastjóri kjarasviðs SFR
Kl. 11:25-11:50 Félagsliðar í 10 ár – hver er staðan nú og hvaða áskoranir eru framundan? – Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálsviðs Eflingar-stéttarfélags
Kl. 11:50-12:05 Fyrirspurnir um umhverfi kjaramála, starfsvettvang og áskoranir framundan.
Kl. 12:05-12:15 Kynning á viðbótarnámi fyrir félagsliða. – Reynslusaga frá Rebekku Alvarsdóttur, félagsliða.
Kl. 12:15-13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00-14:30 Vangaveltur félagsliða
Kl. 14:30-14:45 Kaffi
Kl. 14:45-15:45 Siðferði – Hvað ef að starfsmaður stígur á „línuna“ … – Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu.
Kl. 15:45-16:00 Löggilding – Umsóknarferlið og staðan nú? – Salvör Jónsdóttir, form. FÍF og Þórarinn Eyfjörð, framkv.stj. SFR.
Kl. 16:00-16:15 Sýn notenda á starf félagsliðans – Björgvin Björgvinsson.
Kl. 16:15-17:00 Málþingslok og léttar veitingar
Málþingsstjórar eru: Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður og Þórkatla Þórisdóttir, kennari og kennslustjóri Félagsliðabrautar BHS.
Nánari upplýsingar veitir:
Salvör Sigríður Jónsdóttir í s. 844-6286, eða á felagslidar@felagslidar.is