Frétt sem var birt í fréttablaðinu

Created with Sketch.

Frétt sem var birt í fréttablaðinu

Við í stjórn félagsins ákvöðum að senda frá okkur yfirlýsingu til fréttablaðsins sem birti grein 2.júní s.l um “manneklu veldur kvíða” í þeirri grein var nefnd ófaglærðir félagsliðar starfi í heimahjúkrun.

 

Yfirlýsingin okkar hljóðaði svona

 

Yfirlýsing.

Fagfélag Félags íslenskra félagsliða vill koma eftirfarnandi leiðréttingu á framfæri.

Í Fréttablaðinu þann 2 júní s.l. í blaðagreininni “Mannekla veldur kvíða“ þá er talað

um ófaglærða félagsliða. Það skal tekið fram að félagsliðar eru ekki ófaglærðir,

námið í Borgarholtsskóla er um 140 einingar, námið er yfirleitt tekið á fjórum önnum

og útskrifast nemendur með starfsheitið félagsliði. Sí og endurmenntunarstöðvar

víðsvegar um landið hafa einnig boðið upp á félagsliðanámið.

 

Fagfélagið var stofnað 10 apríl árið 2003 og hefur haft það að leiðarljósi að vinna

að hagmunamálum félagsliða, stuðla að símenntun, fræðslu og bættri þekkingu

félagsmanna.

 

Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og getur verið innan öldrunarsviðs, geðsviðs, með

með fötluðum, innan félagsþjónustunnar, einnig í skólum og leikskólum svo eitthvað

sé nefnt.

 

Fyrir hönd Félags íslenskra félagsliða.

Ólöf Bára Sæmundsdóttir, formaður.


Í dag 6.júní 2018 birti fréttablaðið leiðréttingu á greininni og leiðréttingin hljóðaði svona

%d bloggers like this: