Sigurbjörg Sara tekur við formennsku Félag Íslenskra Félagsliða
Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir er nýkjörinn formaður sem var kosin á aðalfundi 30.apríl s.l. Sigurbjörg tekur við af Ólöfu Báru Sæmundsdóttir.
Sigurbjörg er fædd 1988 og er uppalin í Reykjavík, Hún hóf félagsliðanámið sitt 2005 í Borgarholtsskóla og lauk því 2011.
Í dag býr hún með eiginmanni sínum Ármanni Magnús Ármannsyni (1989) á Selfossi og eiga þau saman tvö börn Viktor Snær Ármannsson (2008) og Halldóru Karítas Ármannsdóttir (2012).
Sigurbjörg Sara hefur starfað á hjúkrunarheimilium frá 2010,
Sigurbjörg byrjaði á hjúkrunarheimilinu mörkinni á suðurlandsbraut, svo flutti hún austur á Selfoss og hóf störf á hjúkrunarheimilinu Fossheimar á Selfossi,
Í dag starfar hún sem félagsliði á hjúkrunarheimilinu Ási í hveragerði.
Samhliða við 80% vinnu hefur hún starfað sem trúnaðarmaður hjá stéttafélaginu sínum.
Hún hefur mikinn áhuga fyrir kjaramálum og réttindum launafólks á vinnumarkaði.
Hún mun berjast með kjafti og klóm fyrir réttinum okkar.
Það sem henni finnst skipta miklu máli er að félagsmenn verði upplýstir reglurlega um gangi mála.