Nú er allt að verða tilbúið fyrir málþingið á morgun!

Created with Sketch.

Nú er allt að verða tilbúið fyrir málþingið á morgun!

Nú er einn dagur til stefnu fyrir málþingið  Félagsliðar – Hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins, 15. nóvember kl. 10-17.  Flott skráning er málþingið en á því er meðal annars fjallað um sýn atvinnurekandans á störf félagsliða, siðferðileg álitamál verða krufin en einnig verður umfjöllun um kjaramál á dagskránni. Dagskráin er hér að neðan ásamt upplýsingum um fyrirlesara og ágrip af erindum þeirra.

Munið skráningargjaldið sem er kr. 2.000 (þarf að greiðast í reiðufé), en kr. 1.000 fyrir námsmenn.

Fyrirlesarar og upplýsingar loka

DAGSKRÁ:

Kl. 9:30-10:00 Skráning
Kl. 10:00-10:15 Setning og ávarp málþingsins.
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF, og Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsfréttamaður.
Kl. 10:15- 10:30 Sýn sveitarfélaga á þróun þjónustu við fatlaða og aldraða með sérstöku tilliti til þeirra sem þurfa aðstoð við daglegt líf.  – Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 10:30- 10:45 Hvert er hlutverk félagsliða í þjónustu borgarinnar. – Lóa Birna Birgisdóttir, mannauðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Kl. 10:45-11:00 Kaffi
Kl. 11:00-11:25 Félagsliðar – umhverfi kjaramála á opinberum vinnumarkaði – Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, verkefnastjóri kjarasviðs SFR
Kl. 11:25-11:50 Félagsliðar í 10 ár – hver er staðan nú og hvaða áskoranir eru framundan? – Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálsviðs Eflingar-stéttarfélags
Kl. 11:50-12:05 Fyrirspurnir um umhverfi kjaramála, starfsvettvang og áskoranir framundan.
Kl. 12:05-12:15 Kynning á viðbótarnámi fyrir félagsliða. – Reynslusaga frá Rebekku Alvarsdóttur, félagsliða.
Kl. 12:15-13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00-14:30 Vangaveltur félagsliða
Kl. 14:30-14:45 Kaffi
Kl. 14:45-15:45 Siðferði – Hvað ef að starfsmaður stígur á „línuna“ … – Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu.
Kl. 15:45-16:00 Löggilding – Umsóknarferlið og staðan nú? – Salvör Jónsdóttir, form. FÍF og Þórarinn Eyfjörð, framkv.stj. SFR.
Kl. 16:00-16:15 Sýn notenda á starf félagsliðans – Björgvin Björgvinsson.
Kl. 16:15-17:00 Málþingslok og léttar veitingar

Málþingsstjórar eru: Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður og Þórkatla Þórisdóttir, kennari og kennslustjóri Félagsliðabrautar BHS.

Dagskrá fundarins verður send út á vefnum fyrir þá sem ekki komast á staðinn og upptaka af fundinum verður sömuleiðis aðgengileg á vef að honum loknum.

Til að fylgjast með málþinginu á vefnum fer fólk inn á vefslóðina straumur.bsrb.is þar þarf að slá inn:

  • Notendanafn: bsrb
  • Lykilorð: bsrb

Þegar inn á strauminn er komið er smellt á „Live streaming“. Hægt er að horfa á málþingið eftir á með því að fara inn í „Archives“ og ýta á „Play back“. Hægt verður að senda fyrirspurnir á felagslidar@felagslidar.is og þær verða lesnar upp á þinginu. Best er að nota Internet explorer.

%d bloggers like this: