Tímamótun í stytting vinnuvikunnar
Við í stjórn FíF fögnum þessum áfanga sem náðst hefur í kjarasamningum s.l viku.
Aðildarfélög sem félagsliðar eru félagsmenn í, hafa skrifað undir kjarasamninga við Ríkið- og Sveitafélögin einnig við Reykjavíkurborg.
Stæðstu tímamótun í samningunum eru án efa ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Félagsliðar í dagvinnu geta stytt vinnuvikuna allt niður í 36 stundir. Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta allt niður í 32 stundir
Einnig var samið um að allir félagsmenn aðildarfélagana fái 30 orlofsdaga á ári sem þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum.
Mörg stéttafélögin sömdu um innan ramma lífsjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári.
Enn er eitthverjir samningar eftir og sendum við þeim baráttukveðjur með þá samninga 🙏✊