Aðalfundur var haldin 20.apríl 2021

Created with Sketch.

Aðalfundur var haldin 20.apríl 2021

Í gærkvöldi var haldin aðalfundur félagsins. Fundurinn var haldin í gegnum Zoom kerfi og einugis mætti stjórnin á staðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir, formaður FÍF fór yfir skýrslu formanns og einnig fór hún yfir fjárhagáætlun fyrir 2021. Þá fór Kristbjörg Óladóttir gjaldkeri, yfir ársreikninga.

Kosið var í stjórn, Júlíus Sævar Júlíusson var kosin formaður, Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir varaformaður, Anna Lilja Ásbjarnardóttir gjaldkeri og Matthildur Ómarsdóttir ritari.

Einnig var kosið
Sigurður Óskar Sigurðsson meðstjórnandi, Guðrún Boyd meðstjórnandi og Kolbrún Björnsdóttir varamaður.


Þeir sem fóru úr stjórn voru Kristbjörg Óladóttir Gjaldkeri, Sveinn Pálsson meðstjórnandi, Guðrún Geirsdóttir Varamaður og þökkum við þeim kærlega gott samstarfið.


Samþykkt var að halda árgjaldinu í 4.500kr

Stjórn félagsins lagði fram tillögu til lagabreytingu á 7.gr. stjórnar og var það samþykkt á aðalfundinum.

Lagabreytingin hljóðar svona

7.gr. Stjórn
7.1  Stjórn félagsins skipa 7 menn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Einnig skal kjósa  tvo varamenn. Ennfremur skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga.
Stjórn félagins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórendur. Einnig skal kjósa tvö varamenn. Varamenn skulu taka sæti í forföllum stjórnarmanna í þeirra röð sem þeir eru kosnir til sem fyrsti og annar varamaður. Ennfremur skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár.

7.2 Formaður og aðrir stjórnarmenn skulu vera kosnir á hverjum aðalfundi. Formaður getur aldrei setið lengur en þrjú kjörtímabil samfellt. Aðrir stjórnarmann sitja hámark fimm kjörtímabil samfellt.

Kosningu stjórnar skal haga þannig að kjósa skal á víxl, þannig að annað árið er kosinn formaður, ritari, tveir meðstjórnendur og einn varamaður en hitt árið varaformaður, gjaldkeri, einn meðstjórnandi og tveir varamenn.

Formaður getur aldrei setið lengur en þrjú kjörtímabil samfellt. Aðrir stjórnarmenn sitja hámark fjögur kjörtímabil samfellt.
7.3  Stjórn félagsins er heimilt að skipa nefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum.
7.4  Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórn skal framkvæma ákvarðanir aðalfunda og vera málsvari félagsins út á við. Stjórn félagsins skal boða aðalfundi og félagsfundi.
7.5  Formaður skal boða til stjórnarfunda, ásamt að gera dagaskrá og stýra stjórnarfundum, á aðalfundum skal skipaður sérstakur fundarstjóri. Gjaldkeri annast sjóðsgæslu félagsins og hefur umsjón með fjármálum þess, ásamt því að halda utan um félagaskrá. Ritari skal rita fundargerðir stjórnar-, félags- og aðalfunda. Heimilt er að kjósa annan ritara á aðalfundi.

Í lokin afhendi Sigurbjörg Sara þeim stjórnamönnum sem voru að ljúka sínu starfi hjá félaginu, blómvönd fyrir vel unnin störf í félaginu.

%d bloggers like this: