Author: Hjördís

Created with Sketch.

Aðalfundur félagsins 28. apríl 2016.

Þann 28. apríl n.k. verður aðalfundur Félags íslenskra félagsliða haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík kl. 17:00. Fyrirhugað er að hafa fjarðfundarbúnað. Þeir félagsmenn sem ætla að sitja aðalfundinn í fjarfundarbúnaði þurfa að skrá sig í gegnum netfangið formadur@felagslidar.is

Áskorun til ráðherra um löggildingu félagsliða í mars 2016.

Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil.  Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðstoð að halda.  Fulltrúar félagsliða gengu á fund heilbrigðisráðherra í nóvember síðastliðnum til að tala fyrir löggildingu en engar fréttir hafa borist…
Read more

Til hamingju félagsliðar

Svipmyndir frá útskrift félagsliða í Borgarholtsskóla 23. maí síðastliðinn.  

Aðalfundur/ kosning nýrrar stjórnar

Aðalfundur félagsins var haldinn 13 apríl s.l. Ný stjórn var kosin og hún er skipuð eins og hér segir. Ólöf Sæmundsdóttir formaður Rebekka Alvarsdóttir varaformaður Guðrún Geirsdóttir gjaldkeri Karen Rakel Óskarsdóttir ritari Vigdís Beck meðstjórnandi Kolbrún Björnsdóttir meðstjórnandi Sigurveig Gestsdóttir meðstjórnandi Við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf.  

Upplýsingar um fjarfundabúnað

Fjarfundarbúnaður verður á Aðalfundi Félag íslenskra félagsliða á Eftirtöldum stöðum: Á Höfn eru þetta Nýheimar, Litlubrú 2, 780 Höfn. Háskólinn á Akureyri fundarherbergi N 203.   Þar sem var ekki skráning á Egilsstöðum, Sauðárkróki og Snæfellsbæ fellur fjarfundur þar niður.

Framlenging á skráningu Aðalfundar Félag íslenksra félagsliða

Ákveðið hefur  verið að framlengja skráningarfrest til fimmtudagsins 9 apríl kl 14:00. Einnig vantar okkur tengiliði til að koma fundargögnum  á aðalfundinn  á eftir farandi staði Selfoss, Egilsstaðir, Sauðárkrókur, Snæfellsbær og Höfn Upplýsingar með nafn, síma og hvar er fyrirhugað að sitjá á fjarfundi á netfangið felagslidar@felagslidar.is    

Sveitafélögin

Stjórnin ákvað að skrifa bréf til Sveitafélaganna  til að hvetja þau að meta starf og menntun félagsliðans. Þetta bréf fer í póst í á næstu dögum. Hér má sjá bréfið:

Tillaga að lagabreytingu fyrir Aðalfund 13.apríl 2015

Hér má sjá tillögu að lagabreytingu sem liggja fyrir aðalfund Félag íslenskra félagsliða 13.apríl 2015. Hér má sjá tillöguna í heild sinni: Hér má sjá lög félagsins eins og þau eru í dag:

Aðalfundur félagsins verður 13.apríl 2015

  Þann 13 apríl næst komandi verður aðalfundur Félag íslenskra félagsliða haldinn á Grettisgötu 89, Reykjavík kl 17:00. Fyrirhugað er að hafa fjarfundarbunað á eftirtöldum stöðum Akureyri, Sauðárkrók, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi og Snæfellsbæ. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að félagsmenn sem ætla sér að sitja aðalfundinn í fjarfundarbúnaði þurfi að skrá sig í gegnum e-mailið…
Read more