Aðalfundur félagsins verður 13.apríl 2015
Þann 13 apríl næst komandi verður aðalfundur Félag íslenskra félagsliða haldinn á Grettisgötu 89, Reykjavík kl 17:00. Fyrirhugað er að hafa fjarfundarbunað á eftirtöldum stöðum Akureyri, Sauðárkrók, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi og Snæfellsbæ. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að félagsmenn sem ætla sér að sitja aðalfundinn í fjarfundarbúnaði þurfi að skrá sig í gegnum e-mailið felagslidar@felagslidar.is með upplýsingar um nafn, síma og hvar er fyrirhugað að setja fundinn fyrir 06. apríl n.k. Einnig vantar okkur tengilið til að koma fundargögnum á staðinn.
Einnig viljum við minna félagsmenn á að gefa kost á sér til formanns, varaformanns, ritari, gjaldkeri , meðstjórnanda x 3, og varastjórn x 2. Við hvetjum félagsmenn sem eru úti á landi að gefa kost á sér og einnig hvetjum við karlmenn slíkt hið sama.