Betri vinnutími – kynningarvefur

Created with Sketch.

Betri vinnutími – kynningarvefur

Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutímans náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum 2020. Í kjölfarið opnaði Kjara- og mannauðssýsla ríkisins kynningarvef um styttingu vinnutímans undir heitinu betrivinnutími.is

Á vefnum er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks. Á vefnum er einnig leitast við að svara helstu spurningum og veita leiðbeiningar um framkvæmd breytinganna sem eiga að leiða til betri vinnutíma. Þá er einnig að finna svokallaðan vaktareikni sem hægt er að nota til þess að fá betri mynd af því hvaða breytingar nýtt vinnufyrirkomulag getur haft á kjör vaktavinnufólks.

Félag íslenskra félagsliða hvetur félagsmenn til að kynna sér efnið á vefnum vel og vandlega enda verður útfærslan á styttingu vinnutímans með ólíkum hætti eftir því hvort fólk vinnur hefðbundna dagvinnu eða vaktavinnu.

%d bloggers like this: