Félagið óskar eftir félagsliðum í stjórn
Það liggur fyrir að breyting verður á stjórn félagsins og er nú óskað eftir áhugasömum félagsliðum til að bjóða sig fram í stjórn eða varastjórn.
Stjórn félagsins er með stjórnafundi alla jafna einu sinni í mánuði en oftar ef svo ber undir.
Verkefni stjórnar eru að efla og bæta stöðu félagsliðana á landsvísu.
Félagsliðar eru hvattir til að koma í stjórn félagsins. Mikilvægt er að fá nýjar hugmyndir.
Félagsliðar á landsbyggðinni eru einnig hvattir til að gefa kost á sér, félagið notast við tæknina á stjórnafundum.
Allar nánari upplýsingar um störf stjórnar er hjá formanni félagsins Sigurbjörgu Söru s: 859-8300 eða með tölvupósti á netfangið formadur@felagslidar.is
Tilkynningar um framboð óskast eigi síðar en 6.apríl 2021 með tölvupósti á netfangið felagslidar@felagslidar.is