Gleðilegt nýtt ár kæru félagsliðar.

Created with Sketch.

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsliðar.

Árið 2020 munum við seint gleyma. Félagsliðar hafa staðið í framlínustörfum í baráttu við covid-19.

Stytting vinnuvikuna

Eitt af því sem náðist í síðustu kjarasamningum er stytting vinnuvikuna. Nú um áramótin tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá félagsliðum sem vinna í dagvinnu og þann 1.maí hjá vaktavinnufólki.

Samkvæmt kjarasamningum er heimilt að stytta vinnuvikuna dagvinnufólks allt niður í 36 stundir. Samtal á hverjum vinnustað hefur farið fram og farið er yfir verkefni, vinnulag og ákveðið hversu mikið ætti að stytta og hvernig.  

Útfærslan á vaktavinnustöðum verður öðruvísi og þarfnast annarskonar undirbúnings. Þar er lágmark styttingin 4 stundir og enginn í vaktavinnu mun vinna lengri vinnuviku en 36 stundir. Þeir sem eru á þyngstu vöktunum, um nætur og helgar, fá enn meiri styttingu, allt niður í 32 stunda vinnuviku. Með þessu er í raun verið að fallast á þá körfu fjölmargra vaktavinnustétta að 80 prósent vaktavinna jafngildi 100 prósenta dagvinnu. Það er verið að leiðrétta vinnutíma vaktavinnufólks í ljósi fjölmargra rannsókna sem sýna neikvæða áhrif slíkrar vinnu á heilsu starfsfólk og öryggi þeirra sjálfa og þjónustunnar.

Löggildingin

Heilbrigðisráðherra sendi umsókn félagsins inn til Embætti landlæknis, landlæknir skilað inn umsögn um umsókn félagsins þann 30.nóv sl. til ráðherra. Embætti landlæknis synjar löggildingu félagsliða á þeim forsendum að félagsliðar séu stétt sem sinni frekar félagslegri þjónustu en heilbrigðisþjónustu. Jafnframt hefur verið tilgreint í svari til félagsins að stéttin sé að sönnu mikilvæg samstarfsstétt heilbrigðisstétta. Þá hefur verið bent á það að félagsmálaráðuneytið ætti að hlutast til um lögverndun starfs félagsliða. Embættið bendir á að skoða eigi hvort félagsliðar heyri frekar undir eftirlit Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Félagið skrifaði athugasemda bréf  til heilbrigðisráðherra varðandi umsögn embætti landlæknis. Nú bíður félagið eftir svari frá heilbrigðisráðherra.

%d bloggers like this: