Félagsliði í félagslegri heimaþjónustu í Kópavogi

Created with Sketch.

Félagsliði í félagslegri heimaþjónustu í Kópavogi

 

 

 

 

 

 

Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna innlitsþjónustu til aldraðra og fatlaðra Kópavogsbúa. Um er að ræða framtíðarstarf.

Helstu verkefni

Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglegu lífi.
Þátttaka í þróun verkefna sem miða að því að draga úr félagslegri einangrun.
Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi eða töluverð reynsla af vinnu með öldruðum og/eða fötluðum
Við leitum að einstaklingum sem hafa hæfni í mannlegum samskiptum, eru lausnamiðaðir og hugsa út fyrir kassann.
Íslenskukunnátta er nauðsynleg
Bílpróf er æskilegt.

Starfshlutfall er 100% eða samningsatriði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra s. 441 0000.

Umsóknafrestur er til 22 sept 2019.

Hægt er að sækja um HÉR

%d bloggers like this: