Ársskýrsla og fréttir af aðalfundinum 24. maí 2012.

Created with Sketch.

Ársskýrsla og fréttir af aðalfundinum 24. maí 2012.

Á fyrri hluta liðiðs árs var unnið að því, eins og árin á undan að sækja um löggildingu á starfsheitinu félagsliði en það mál var sett í biðstöðu snemma árinu vegna tilmæla frá ráðuneytinu. Velferðarráðuneytið hefur um nokkurn tíma verið að vinna í nýrri rammalöggjöf fyrir heilbrigðisstéttir og munu þau lög sameina um 15 eldri lög á einn stað. Allar umsóknir um löggildingu á starfsheitum heilbrigðisstétta voru settar í bið þar til að frumvarpið væri orðið að lögum. Eftir það ættu umsóknaraðilar, þar á meðal Félag íslenskra félagsliða að byrja upp á nýtt í umsóknarferli sínum.

Frumvarpið var loksins samþykkt sem lög frá Alþingi 2. maí s.l. Félag íslenskra félagsliða hefur í framhaldi af því lagt inn endurnýjaða umsókn löggildingu á starfsheitinu.

Í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt bauð Félag íslenskra félagsliða upp á fræðslufundi, sem voru haldnir í Reykjavík í húsnæði Framvegis miðstöð símenntunar. Þessir fræðslufundir voru samtímis með fjarfundarbúnaði sendir út til nokura staða á landsbyggðinni, Borganes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn, Selfoss og Reykjanesbær. Þetta hefur mælst vel fyrir enda hefur Félag íslenskra félagsliða lagt áherslu á að þessir fræðslufundir séu ókeypis fyrir alla félagsliða, óháð stéttarfélagsaðild. Þetta voru alls 5 fræðslufundir og var byrjað á þeim fyrsta í desember s.l. og fjallaði um Aldraða og heilabilun. Í janúar var erindi um Þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum og sá Þór G. Þórarinsson sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu Velferðarráðuneytisins um fræðsluna. Í febrúar var með aðstoð Salóme Þórsisdóttur ráðgjafa hjá Virk, haldið erindi um starfsendurhæfingu – atvinnu með stuðningi. Næstu námskeið voru annars vegar í mars, Geðsjúkdómar – Hreyfihamlanir – Þroskaskerðing, og hins vegar í apríl þar sem fjallað var um Aldraða og lífsgæði. Fræðslufundirnir voru vel sóttir á landsbyggðinni en var því miður mjög slakur á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir fjórum árum lagði formaður félagsins fram þá hugmynd um að bjóða upp á viðbótarnám fyrir félagsliða og var þeirri hugmynd strax vel tekið. Mikil vinna fór þegar í gang. Borgarholtsskóli og Fræðslusetrið Starfsmennt unnu mikið verk við að setja saman námsskrá og sóttu s.l. sumar um leyfi hjá Menntamálaráðuneytinu að hefja kennslu. Námsskráin fékkst samþykkt. Um er að ræða 36 eininga nám: Fatlanir – viðhorf og þjónusta, Félagsleg virkni og starfsendurhæfing, Félagssálfræði, Geðheilbrigði og samfélagið, Hagnýt siðfræði, Óhefðbundin samskipti, Sérhæfð upplýsingatækni, Stjórn og hagur, Öldrun og lífsgæði, Starfsþjálfun og að lokum Lokaverkefni. 18 nemendur hófu síðan nám í ársbyrjun 2012 á fyrstu önn hiðs nýja viðbótarnáms.

Félaginu bárust þrjú mál frá Alþingi til umsagnar. Þau voru: frumvarp til laga um félagslega aðstoð; frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn og frumvarp um framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Þessu var öllu svarað enda sýnir slíkt að félagið er virkt fagfélag sem stjórnvöld geta leitað til með spurningar.

Félagið tók þátt í 1. maí göngunni í ár í fyrsta sinn undir sínum fána, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Á aðalfundinum var lög fram tillaga um að ársreikningar félagsins verði aðgengilegir á vefsíðu félagsins og var sú tillaga samþykkt.

Rædd var hugmynd á að tilfærslu á dagsetningu aðalfundar, hafa hann fyrr á árinu. Hugmyndinni var vel tekið, en þar sem þetta kallar á breytingu á lögum félagsins þá þarf að leggja þetta fram tímalega fyrir næsta aðalfund sem lagabreytingatillögu sem yrði tekin þar til samþykktar eða höfnunar, þannig að ný dagsetning aðalfundar getur ekki komið til framkvæmdar fyrr en árið 2014.

Jóhannes A. Levy lét af störfum sem formaður, enda löngu búinn með þann tíma sem leyfilegt er að sitja sem formaður samkvæmt lögum félagsins og einnig búinn með stjórnarsetutímann sinn. Við starfinu tók Salvör S. Jónsdóttir. Er hún boðin velkomin til starfans með ósk um velfarnað í starfi.

Félagsmönnum hefur fjölgað á árinu um rúm 9% og eru núna 437.

 

Í stjórn félagsins voru kosin:

Salvör Sigríður Jónsdóttir formaður;

Guðbjörg Benjamínsdóttir varaformaður; Birna Jónsdóttir ritari; Árdís Jónasdóttir gjaldkeri; Elva Hlín Harðardóttir meðstjórnandi; Guðrún Ásta Björgvinsdóttir meðstjórnandi; Olga Alexandersdóttir meðstjórnandi; Birna Sigurðardóttir varamaður; Hafdís Sverrisdóttir varamaður.

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: