Löggilt starfsheiti félagsliða
Áfram heldur baráttan fyrir því að fá löggildingu á starfsheitinu félagsliði. En eins og áður hefur komið fram (frétt frá 18. Janúar 2014) þá fól heilbrigðisráðuneytið Embætti landlæknis að fara í greiningarvinnu til að meta heildarþörf fyrir löggiltar heilbrigðisstéttir. Félaginu lék forvitni á að vita hvað væri að frétta af þessari greiningarvinnu og sendi því fyrirspurn til Embættis landlæknis og fékk þau svör að „greiningarvinnan stæði enn yfir en væri komin ágætlega á veg“. Félagið mun halda áfram að fylgja málinu eftir, en talað var um í upphafi árs 2014 að þessi vinna myndi líklega klárast í lok árs. Það er von okkar að greiningarvinnan klárist sem fyrst til að niðurstaða fáist í málið.