Málþing 15. nóv. – skráningarfrestur til 8. nóv.

Created with Sketch.

Málþing 15. nóv. – skráningarfrestur til 8. nóv.

Minnum á málþingið okkar sem verður í næstu viku, 15. nóvember kl. 10-17, sem ber yfirskriftina Félagsliðar – Hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins. Skráningarfrestur er til og með föstudeginum 8. nóvember. SKRÁ MIG Á MÁLÞING! 

Á málþinginu verður meðal annars fjallað um sýn atvinnurekandans á störf félagsliða, siðferðileg álitamál verða krufin en einnig verður umfjöllun um kjaramál á dagskránni. Drög að dagskrá fylgja hér að neðan.

Skráningargjald er kr. 2.000 (þarf að greiðast í reiðufé).
Námsmannaafsláttur er kr. 1.000 (þarf að greiðast í reiðufé).

DAGSKRÁ

Kl. 9:30-10:00 Skráning
Kl. 10:00-10:15 Setning og ávarp málþingsins.
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF, og
– Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsfréttamaður.
Kl. 10:15- 10:30 Sýn sveitarfélaga á þróun þjónustu við fatlaða og aldraða með sérstöku tilliti til þeirra sem þurfa aðstoð við daglegt líf.
– Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 10:30- 10:45 Hvert er hlutverk félagsliða í þjónustu borgarinnar.
– Lóa Birna Birgisdóttir, mannauðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Kl. 10:45-11:00 Kaffi
Kl. 11:00-11:25 Félagsliðar – umhverfi kjaramála á opinberum vinnumarkaði
– Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, verkefnastjóri kjarasviðs SFR fjallar um mismunandi framgangs- og launaröðunarkerfi eftir því hvort um starf hjá ríki eða sveitarfélögum er að ræða. Einnig verður fjallað um hvernig er auglýst og ráðið í störf á fagsviði félagsliða.
Kl. 11:25-11:50 Félagsliðar í 10 ár – hver er staðan nú og hvaða áskoranir eru framundan?
– Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálsviðs Eflingar-stéttarfélags fjallar um hvernig starfsvettvangur félagsliða hefur þróast og hvert hann stefnir.
Kl. 11:50-12:05 Fyrirspurnir um umhverfi kjaramála, starfsvettvang og áskoranir framundan.
Kl. 12:05-12:15 Kynning á viðbótarnámi fyrir félagsliða.
– Reynslusaga frá Rebekku Alvarsdóttur, félagsliða og nema í viðbótarnámi.
Kl. 12:15-13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00-14:30 Vangaveltur félagsliða
Kl. 14:30-14:45 Kaffi
Kl. 14:45-15:45 Siðferði – Hvað ef að starfsmaður stígur á „línuna“ …
– Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu.
Kl. 15:45-16:00 Löggilding – Umsóknarferlið og staðan nú?
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF og
– Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.
Kl. 16:00-16:15 Sýn notenda á starf félagsliðans
– Björgvin Björgvinsson.
Kl. 16:15-17:00 Málþingslok og léttar veitingar

Málþingsstjórar eru:
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður.
Þórkatla Þórisdóttir, kennari og kennslustjóri Félagsliðabrautar BHS.

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: