Sigurbjörg ræddi um fagfélagið á fræðsludeginum

Created with Sketch.

Sigurbjörg ræddi um fagfélagið á fræðsludeginum

Sigurbjörg formaður félagsins ræddi um hvað félag íslenskra félagsliða sé og hversu mikilvægt er að hafa fagfélag starfandi í þessari starfsstétt.

Fagfélagið er ekki stéttafélag heldur er það með félagsmönnum í mörgum stéttafélögum útum allt land. Fagfélagið hefur ekki heimild til að  sitja kjarasamningafundi en það hefur heimild til að funda með formönnum félagana og berjast fyrir réttindum félagsmanna félagsins. Félagið er eina sem hefur rétt til þess að sækja eftir löggildingu til heilbrigðissráðuneytisins og þá er gott að hafa gott samstarf á milli fagfélagsins og séttafélagana og fá góðan stuðning.

Félagsliðastéttin er stækkandi og erum við að ná um 2.000 útskrifuðum félagsliðum, þá er gott að hafa gott fagfélag til að halda utan um alla þessa félagsliða og styðja þá á vinnumarkaði. Fagfélagið styður félagsliðana í símenntun og hefur félagið m.a rætt við framvegis símenntunarstöð og fræðslunet suðurlands  um að félagsliðar hafa heimild til að fara á þau sjúkraliðanámskeið sem tilheyra okkur líka.

Hvetur félagið ykkur að nýta þessi námskeið.

Afhverju verður fagfélagið ekki að stéttafélagi?
Því miður getur fagfélagði ekki stofnað stéttafélag með 200 virka félagsmenn á skrá, það þarf mikið að gerast til þess að félagið verður að stéttafélagi.
Hvernig getum við fengið alla þessa 1.800 útskrifuðu félagsliða inní félagið? Svo hægt sé aðað stækka félagið en meir.

Breyting á félagsliðanáminu hefur verið í gangi og er menntamálastofnun að leggja lokahönd á að setja námið inní 3.hæfnis-þrep. Þegar það kemur þá getum við sótt um í þriðja sinn löggildingu hjá heilbrigðisráðherra, mun formaður nýta það um leið og breyting hefur átt sér stað.

Sigurbjörg formaður fagfélagins ásamt fulltrúum okkar munu ítreka við heilbrigðisráðherra að það séu u.þ.b 2.000 útskrifaðir félagsliðar sem hafa verið vannýttir starfskraftar í samfélaginu okkar.

Afhverju setja námið í 3.hæfnis-þrep? Störfin okkar eru að breytast og kröfurnar á okkur eru meiri og þarf námið að halda í við störfin.

Einnig hefur landlæknir gefið það út að ef stéttin ætlar að óska eftir löggildingu þá þarf stéttin að ná ákveðnu marki og er það m.a að hafa námið í 3.hæfnis-þrepi og fari í a.m.k 180 einingar.

Félagsliðarstéttin þarf að berjast fyrir öllu með kjaft og klóm og við meigum aldrei missa trúna á starfsheitinu okkar.

Eigum frekar að eflast og vera en sterkari.

Saman sem ein heild munum við mynda sterkari stétt saman.!

 

%d bloggers like this: