Spennandi námskeið á vegum Starfsmenntar
Tvö námskeið verða á vegum Starfsmenntar fyrir félagsliða – Munnhirða sjúkra og aldraðra og Viðhorf, virðing og fjölbreytileiki. Fyrra námskeiðið Munnihirða sjúkra og aldraðra verður haldið þriðjudaginn 19. mars, kl. 17-20 og miðvikudaginn 20. mars frá kl. 9-12, í Reykjavík (verklegt að hluta og því ekki hægt að fjarkenna.)
Seinna námskeiðið Viðhorf, virðing og fjölbreytileiki verður haldið miðvikudaginn 10. apríl kl. 9-12 og fimmtudaginn 11. apríl kl. 17-20, í Reykjavík og fjarkennt út á land þar sem óskað er eftir því.
Námskeiðin eru í boði fyrir alla félagsmenn. Allar nánari upplýsingar eru á www.smennt.is.
Bestu kveðjur Salvör