Þessi liður er kominn í höfn

Created with Sketch.

Þessi liður er kominn í höfn

Stefnt að nýju námi fyrir félagsliða haustið 2020

Ákveðið hefur verið að breyta námslokum félagsliða til að koma til móts við þær auknu kröfur sem gerðar eru til félagsliða að veita félagslegan stuðning innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu, á öldrunarheimilum og við endurhæfingu í heimahúsum. Nám félagsliða verður því fært af 2. þrepi íslensks hæfniramma um menntun yfir á 3. þrep.

„Með nýju námi er stefnt að því að félagsliðar axli meiri ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og eftirliti með félagslegri umönnun og geti miðlað flóknari upplýsingum til fjölbreyttari hópa. Ávinningur þessa er aukin fagmennska og hæfni stéttarinnar til að veita félagslegan stuðning til ólíkra hópa um leið og skýrleiki námsleiðarinnar er aukinn með tilliti til tengsla við önnur skólastig, gæði og stíganda í námi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Undirbúningur málsins á sér aðdraganda en starfsgreinaráð félags- og heilbrigðisgreina hefur endurmetið kröfur sem gera má til starfa félagsliða á 3. hæfniþrep. Þá hefur Menntamálastofnun farið yfir tillögurnar með hagsmunaaðilum og lagt til að námslokin verði færð upp um þrep. Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnti áformin í samráðsgátt stjórnvalda í vetur og bárust um það 24 umsagnir.
Ráðuneytið hefur svarað umsögnunum í samráðsgátt og leggur til það sólarlagsákvæði að nemendur sem voru virkir í námi á vorönn 2020 gefist kostur á að ljúka því skv. eldri staðfestri námskrá. Hvatt verður þó til þess að eldri nemendur velji að ljúka námi af 3. hæfniþrepi til að geta mætt auknum kröfum í starfi. Jafnframt verður atvinnulíf hvatt til þess að meta námslok af báðum þrepum jafngild.
Stefnt er að því að kennsla hefjist skv. nýrri námskrá haustið 2020 en ný námskrá er í staðfestingarferli. Þá er verið að endurskrifa starfstengda námskrá innan framhaldsfræðslukerfisins m.t.t. samfellu í námi og mati á hæfni. Það nám verður að fullu metið til nýrra námsloka í framhaldsskóla. Fullorðnir námsmenn munu því áfram geta valið sér námsfyrirkomulag samhliða starfi eða sem lið í starfsþróun.

Hægt er að lesa fréttatilkynninguna inná Stjórnaráð íslands 

%d bloggers like this: