Vel heppnaður fræðsludagur félagsliða

Created with Sketch.

Vel heppnaður fræðsludagur félagsliða

Vel heppnaður fræðsludagur félagsliða var haldinn í gær 23.nóvember á Fosshótel Reykjavíkur

Árni Steinar Stefánsson byrjaði fundinn og kynnti vel hver staðan er í kjaraviðræðum.

Sigurbjörg Sara tók við og ræddi aðeins um stöðu félagsins. Hver staðan sé á löggildingarferlinu hjá félags,- og vinnumarkaaðsráðuneytið, einnig voru teknar góðar umræður um hvort félagið ætti að breytast í stéttafélag, í lokin var samþykkt að félagið þyrfti að halda félagsfund í byrjun nýrsárs með það umræðuefni.
Svo tók öryggisfræðsla og sjálfsvarnir frá Magnúsi frá þitt öryggi, Þar fór hann vel yfir hvað félagsliðar geta gert þegar þeir lenda í erfiðum aðstæðum
Svo í lokin fengum við hana Önnu Steinsen frá KVAN með geggjaðan fyrirlestur um Liðheild og styrkleikar, sem félagsliðar geta nýtt vel inná sínum vinnustöðum.

Til að toppa kvöldið fengum við ótrúlega flott hlaðborð frá HAUST restaurant

Félag íslenskra félagsliðar þakkar Starfsgreinasambandið kærlega fyrir glæsilegt kvöld

%d bloggers like this: