Verkefni stjórnar á haustmánuðum

Created with Sketch.

Verkefni stjórnar á haustmánuðum

Stjórn Félags íslenskra félagsliða hefur fundað einu sinni í mánuði núna á haustönn. Meðal verkefna hefur verið að styrkja innra starf félagsins með því að dreifa verkefnum á alla í stjórn. Á dagskránni er að halda fundi með félagsmönnum og er verið að festa niður daga fyrir það. Fréttabréf er í vinnslu og á að senda það út rafrænt, en einnig í pósti til þeirra sem óska sérstaklega eftir því.

Löggilding

Þá hefur einnig verið lögð áhersla á að fylgja eftir vinnunni við löggildinguna en eins og kunnugt er þá ákvað Embætti landlæknis að næsta skref í þeirri vinnu væri að greina þörfina fyrir félagsliða. Nýlega barst félaginu svar frá Embætti landlæknis vegna fyrirspurnar um hvernig gengi að vinna að greiningarvinnunni fyrir löggildingu á starfsheitinu Félagsliði.

Fram kom í svarinu frá Embætti landlæknis að greiningarvinna á þörfum heilbrigðisþjónustu fyrir menntun og mönnun stendur enn yfir. Jafnframt að þetta væri umfangsmikið verkefni og ekki ljóst hvenær embættinu tækist að ljúka henni en það yrði í vetur.

„Facebook“

Félagsliðar hafa verið vel virkir í umræðum á „facebook“ en það eru í gangi tvær síður – Félag íslenskra félagsliða og Styðjum löggilt starfsheiti félagsliða – og einnig lokaður umræðuhópur sem var stofnaður í kjölfar málþingsins sem félagið hélt í nóvember 2013. Flott að sjá að félagsliðar eru lifandi hópur og leggur stjórnin áherslu á að við reynum að hafa umræður uppbyggilegar og til þess fallnar að styrkja hópinn. Lokaði umræðuhópurinn er ekki á vegum Félags íslenskra félagsliða heldur byggður á einstaklingsfrumkvæði.

Stjórn Félags íslenskra félagsliða

%d bloggers like this: