Viðbótarnám félagsliða

Created with Sketch.

Viðbótarnám félagsliða

Félagsliðar aukin fagþekking.

Borgarholtsskóli býður viðbótarnám fyrir félagsliða sem ætlað er að dýpka þekkingu, efla fagmennsku og kynna nýjar áherslur í þjónustu . Félagsliðar hafa sýnt mikinn áhuga á aukinni fagmenntun og þetta nám er svarið við þeim áhuga.

 

Viðbótarnáminu er ætlað að koma til móts við auknar kröfur sem gerðar eru til starfa félagsliða. Framþróun og breytingar hafa orðið á þjónustu við þá hópa þjóðfélagsins sem þurfa sértæka aðstoð og kröfur til velferðarþjónustu hafa aukist til muna.

Í upphafi ársins 2012 byrjaði fyrsti hópurinn í víðbótarnámi fyrir félagsliða, vel hefur gengið og skoðun nemenda á náminu kemur m.a. fram í eftirfarandi setningum: Krefjandi en mjög áhugavert nám; opnar hugann gagnvart vinnunni minni; námið kemur til með að nýtast mér í starfi og í lífinu almennt; dýpkar skilning minn á þörfum þeirra sem ég er að þjónusta; eykur sjálfstraust og aga í starfi; ýtir undir metnað í starfi og er þannig hvetjandi; gerir mig að betri starfsmanni og eykur gagnrýna hugsun.

Námið er alls 36 einingar og skiptist í 11 áfanga. Kennslan fer fram sem blönduð leið af staðbundinni kennslu og dreifnáms kennslu .

Það eru m.a. upplýsingar á þessari slóðhttp://vefir.multimedia.is/krisara/info/FEL_VIDBOT.html

og umsóknareyðublaðið er http://vefir.multimedia.is/krisara/info/UmsoknH2012_apr.pdf

 

Umsóknarfrestur um námið er til 1. Júní 2012.

Upplýsingar gefur Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri í síma 856 1718 eða thorkatla@bhs.is .

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: