Vegna yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Created with Sketch.

Vegna yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Félag íslenskra félagsliða sendi nú á dögunum til Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármalaráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins eftirfarandi orð:

Vegna flutnings á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót vill Félag íslenskra félagsliða koma á framfæri mikilvægum ábendingum.

Þeir sem nú eru félagsliðar hafa lokið fagnámi á framhaldsskólastigi, rétt eins og sjúkraliðar, matartæknar, tanntæknar, læknaritarar og lyfjatæknar. Starf félagsliða felst í því að efla sjálfstæða- og félagslega virkni, á heilbrigðis-, félags- og menntunarsviði. Að veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi. Skjólstæðingar félagsliða eru oftast einstaklingar eða hópar sem vegna röskunar á þroska, veikinda, öldrunar eða áfalla þurfa á stuðning og þjónustu að halda.

Félag íslenskra félagsliða bendir á að starfsheitið félagsliði finnst ekki í kjara- og stofnanasamningum margra sveitarfélaga og stéttarfélaga á landsbyggðinni.

Niðurstaða – Félagið væntir þess að starfsheitið verði tekið upp í öllum kjarasamningum sveitarfélagana eftir flutninginn.

Í mörgum kjarasamningum sveitarfélaganna og stéttarfélaga á landsbyggðinni, þar sem starfsheitið félagsliði kemur fram, munar allmiklu á mánaðarlaunum. Í einhverjum tilvikum munar mörg þúsundum króna, samanborið við þá félagsliða sem nú eru að störfum hjá ríkinu við þjónustu fatlaðra.

Niðurstaða – Félag íslenskra félagsliða væntir þess að kjör félagsliða hjá sveitarfélögunum verði leiðrétt til samræmis við það sem best gerist hjá öðrum opinberum aðilum.

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: