Síðasti stjórnarfundur fyrir jólin
Komið þið sæl kæru félagar.
Síðasti stjórnarfundurinn var haldin 26. nóv s.l og gekk hann vel að vanda, en svona helstu málefni voru rædd eins og lögvernduninn, umsókn sem verður skilað á inn nýju ári er komin í vinnslu. Bæklingurinn sem við erum búin að vinna að í haust er komin í prentun og ákveðið var að skipta vinnu við að koma bæklingum í póst milli Iðjubergs og Bjarkarás og fer það þangað í vinnslu sem fyrst.
Penni með merki félagsins er kominn og er hann til Sölu hjá okkur á 500 kr. Eins og alltaf er nælan til sölu á 2.000 kr. Ef þið viljið kaupa penna og nælu þá endilega hafið sambanda á formann@felagslidar.is
En ég vil áréta að rafrænaskráningin er eitthvað biluð og erfiðlega gengur að koma henni í lag, en á meðan ef þið sendið inn nýskráningu í gegnum rafræna skráningu og fáið EKKI svar innan 48 tíma um að þið séuð velkomin í félagið endilega skoðið þessa slóða “ http://www.felagslidar.is/?p=781″ eða þá á síðustu færslu sem var 28 nóv s.l og sendið mér þessar upplýsingar.
En það hefur orðið aukning í félaginu að undanförnu og bjóðum við nýja félaga velkomna í félagið.
Næsti fundur er upp úr miðjum janúar 2013, en það koma fréttir af umsókn um lögverndun, þegar nær dregur og upplýsingar ef eitthvað gerist fyrir þann tíma hérna inn á vefinn.
En ég vona að þið eigið eftir að njóta aðventunar.
Sjá fundargerð: 2012-11-26-Stjornarfundur FIF
Bestu kveðjur Salvör