Stjórnarfundur 15. október 2012

Created with Sketch.

Stjórnarfundur 15. október 2012

Komið sæl kæru félagar.

Stjórnin hittist aftur 15. okt s.l. í þriðja skiptið á þessum vetri og ýmislegt var talað um en þetta helsta var að við skiptum um heimasíðu fyrirtæki og ákveðið að ný heimasíða yrði tekinn til notkunar 10. apríl 2013 nk. í tilefni að 10 ára afmæli félagsins. En gamla síðan verður notuð þangað til en talað hefur verið um að setja inn fundagerðirnar inn eftir hvern fund en þær koma allar inn á nýju heimasíðunni, þannig að því miður er ekki hægt að setja fram fundargerðirnar að svo stöddu.
Haustið hefur farið að mestu í að gera nýjan kynningarbækling og við það að verða tilbúin og fer vonandi í prentun í þessari viku, en ákveðið hefur verið að senda bæklinginn til allra félagsmanna, og til kynningar um allt land á viðeigandi staði.
Einnig veltum við því fyrir okkur hvernig við getum kynnt Félagsliðastarfið betur fyrir Sveitafélögum og erum við að velta með okkur hvort við eigum að fara í kynningar herferð um land allt eða kynna okkur innan sambandsveitafélaganna. En fannst okkur fín tillaga að kynna okkur fyrir samband sveitafélaganna. En þetta verður rætt betur á næsta fundi.
Löggildingin/ Lögverndun var náttúrlega í umræðunni og setti ég mig í samband við löglærðan einstakling til að finna út hvaða leið við getum farið til að ná okkar hjartans máli í gegn til að fá viðurkenningu á okkar starfsheiti og ég ætla vera með niðurstöður á næsta fundi. Þannig að löggildingin/ lögverndun er alltaf á bakvið okkur og erum við á fullu að finna auðveldustu lausnina til að við fáum okkar réttlæti í gegn.
Einnig erum við komin með tilboð í veglega penna og verða þeir tilbúnir vonandi sem fyrst.
Ákveðið var að vinna í fréttabréfinu sem verður sent til allra félagsmanna til að byrja með. Og er verið að vinna í því.
En næsti fundur er fyrirhugaður 12 nóv nk. og vonandi erum við komnar með skýrari svör með löggildinguna sem við getum deilt með ykkur kæru félagar.

Sjá fundargerð: 2012-10-15-Stjornarfundur FIF

Með bestu kveðju Salvör

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: