Óska eftir persónulegum forstöðumanni

Created with Sketch.

Óska eftir persónulegum forstöðumanni

Ég er ung fötluð kona í Hafnarfirði sem leita eftir einstaklingi í 50-100% vinnu til að halda utan um notendastýrða persónulega aðstoð í samvinnu við mig og foreldra mína. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og menntun sem getur nýst í starfi og búa yfir viðhorfi sem samræmist hugmynda-fræðinni um sjálfstætt líf. Starfið bíður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytni og gefur viðkomandi talsvert tækifæri til að móta það eftir eigin höfði. Það felst þó fyrst og fremst í því í að aðstoða mig í daglegu lífi og halda skipulagi á aðstoðinni í kringum mig, s.s. varðandi starfs-mannamál og samskipti við opinberar stofnanir. Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, berist á netfangið jennyaxels@mac.com, sími 565-0945,  820-9100.

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: