Félagsliðanám – Komdu í lið með okkur

Created with Sketch.

Félagsliðanám – Komdu í lið með okkur

Félagsliðanám er kennt í Borgarholtsskóla og Menntaskólanum á Egilsstöðum. Námið tekur þrjú ár og lýkur með útskrift. Félagsliðastarfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi einnig gríðarlega krefjandi. Það er góður grunnur á frekari námi og opnar leiðir að háskólanámi.

Félagsliðar eru ómissandi stétt innan heilbrigðis- , félags og menntasviði. Helstu störf félagsliða eru hjúkrunarheimili, heimaþjónusta, sambýli, dagþjónustur, skólar og einnig úrræði fyrir geðfatlaða.

Störf félagsliða fela í sér að aðstoða einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda við athafnir daglegs lífs og styðja þá til sjálfshjálpar. Þeir aðstoða og leiðbeina einstaklingum við að sinna félagslegum og líkamlegum þörfum. Félagsliðar vinna náið með örðum fagstéttum og hefur samskipti við aðstandendur og aðra sem að málum koma.

Félagsliðar er skemmtilegur hópur og starfsandinn er góður.

Komdu núna og vertu með!

Til að koma til móts við fólk með langa starfsreynslu hefur verið boðið upp á nám á félagsliðabrú þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur. Félagsliðanámið saman stendur af 38 áföngum sem eru alls 200/210 ein. Nemendur velja á milli áherslu á starf með fötluðum eða öldruðum.

Ef þú hefur áhuga að starfa innan heilbrigðis og velferðasviði ættirðu að skoða félagsliðanámið – Komdu og vertu með

%d bloggers like this: