Umsókn um löggildingu er hafin!
Nú hefur formaður félagsins ásamt Flosa Eríksson framkvæmdastjóra SGS og Ragnhildur Eríksdóttir félagsliði og stjórnamaður Bárunar fundað í morgun með sérfræðingum heilbrigðisráðuneytisins.
Fundurinn gekk vel og formaður opnaði fundinn með góðri ræðu um hve mikilvægi þess að félagsliðar sé viðurkennd heilbrigðistétt.
Formaður nefnd t.d þessi orð
„Lögvendun á starfsheiti mun gera félagsliðum kleift að huga betur að velferð þjónustþega og verða eftirsóknarverðir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu þar sem brýn þörf er á starfsfólki með okkar sérþekkingu. Löggilding myndi einnig styðja við og tryggja áframhaldandi þróun á námsefni félagsliða, hvetja félagsliða til símenntunar og endurmenntunar sem þarf að vera til staðar og hjálpa þannig stéttinni að laga sig að þjónustuþörfum samfélagsins hverju sinni. Lögvendun myndi stuðla að aukinni þekkingu meðal starfsfólks í heilbrigðis- og velferðaþjónustu þar sem sjúkra- og félagsliðar geta starfið í nánu samstarfi við háskólamenntað fagfólk, sem aftur getur dregið úr starfsmannaveltu og hættu á kulnun í starfi.“
Félagið hefur send inn öll þau gögn til þess að hefja löggildingar ferli og óskað eftir að það taki stuttan tíma að fá löggildingu samþykkt á starfsheitinu félagsliði.
Ráðuneytið hefur staðfest öll þau gögn sem þarf fyrir umsókn á löggildingu.