Lögverndun á starfsheitinu Félagsliði

Created with Sketch.

Lögverndun á starfsheitinu Félagsliði

Vinnuhópur um löggildingu félagsliða hitti fulltrúa Landlæknisembættisins síðastliðinn þriðjudag.

Á fundinum var rætt um stöðuna á þeirri greiningarvinnu sem heilbrigðisráðuneyti fól

Embætti landlæknis að fara í, það er að meta heildarþörf fyrir löggiltar heilbrigðisstéttir.

En eins og er þá bíða sex stéttir eftir því að umsókn þeirra um lögverndun verði afgreidd.

 

Fram kom að Embætti landlæknis hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að

greiningarvinnunni og að verið sé að safna saman nauðsynlegum upplýsingum, þannig að

vinnan er komin af stað en þar sem um er að ræða margar stéttir þá eru líkur á því að vinnan

klárist ekki fyrr en í lok ársins 2014.

 

Salvör, formaðu FÍF, bauð fram aðstoð Félags íslenskra félagsliða við að afla nauðsynlegra upplýsinga.

Einnig benti hún á að nú væri komið viðbótarnám fyrir félagsliða og töldu fulltrúar Embættis landlæknis

að það ætti að geta styrkt umsókn félagsliða um löggildingu.

 

Þá bentu fulltrúar í vinnuhópnum á mikilvægi stéttarinnar og að hún færi ört vaxandi.

 

Næsta skref er að senda Embætti landlæknis upplýsingar um viðbótarnámið ásamt bréfi þar

sem umsókn um löggildingu verður áréttuð.

 

%d bloggers like this: