Störf stjórnar
Kæru félagar
Stjórn Félag íslenskra félagsliða hefur hist 2 sinnum það sem er af þessum vetri og hafa fundirnir gengið vel. Ég ætlaði að láta ykkur vita í grófum dráttum hvað við erum að gera.
Við erum búin að vera í greiningarferli og kanna stöðu Félagsliða og kom þar í ljós að stórhluti af þeim sveitfélögum og stofnunum, er ekki viss hvað félagsliðar eru og sum staðar er vitað um að fólk hafi klára Félagsliðan en vinnur ekki sem slíkur. Eða þá að mannauðstjórar vita ekki hvaða starfi Félagsliðinn gegnir.. Þessu verðum við að breyta og höfum við útfrá þessum upplýsingum höfum ákveðið að fara út í það að kynna félagið okkar. Erum við að vinna að nýjum kynningarbækling sem gengur mjög vel í vinnslu.
Heimasíðan er í vinnslu og eiga allar fundargerðir að fara þarna inn til að félagar geti séð hvað er á dagskránni þegar að vinnslu síðunnar er lokið.
Einnig ákváðum við að gera veglega penna sem félagar geta keypt hjá okkur þegar framlíða stundir.
En við ákváðum að gefa útskriftanemum penna og bæklinginn við hverja útskrift,en þessi hefð var til staðar en datt niður einhverra hluta vegna, en við ákváðum að taka hana upp aftur.
Löggildingin skiptir okkur gríðarlega miklu máli, og ákvað ég því að setjast niður og skrifa velferðaráðherra bréf til að ýta á eftir henni, en sá þá að lögum hafði verið breytt í maí síðastliðnum en taka ekki í gildi fyrr en 01.janúar 2013 n.k og ég á eftir að kanna hvort að það gangi eitthvað upp að vera ýta á eftir löggildingunni fyrr en um áramótin en ætla skoða það mál vel og vandlega á næstu dögum. En við eigum umsókn inni hjá Velferðaráðuneytinu sem var send í maí síðastliðnum af fyrrverandi formanni.
B.kv salvör