Gleðilegt nýtt ár – fréttir af lögverndun og fleira

Created with Sketch.

Gleðilegt nýtt ár – fréttir af lögverndun og fleira

Gleðilegt ár kæru félagar.

Nú er árið 2013 komið og 1 jan s.l. tóku í gildi ný lög þar sem Ráðherra hefur heimild til að veita lögverndun á starfsheiti. En umsókn okkar fór inn í Velferðaráðuneyti í dag, einnig er búið að panta fundartíma hjá ráðherranum en við erum að bíða eftir því að fá fundardagsetningu vonandi gerist það á næstu dögum.

Bæklingurinn fór í póstinn rétt fyrir jólin og hefur verið svolítið um það að við höfum fengið hann endursendan bæði frá félagsmönnum og vinnustöðum, þar heimilsföngin virðast ekki vera rétt. Ef þið hafið ekki fengið bæklinginn og viljið fá hann þá endilega sendið e-mail áformadur@felagslidar.is .

Í sambandi við nýskráninguna þá gengur eittihvað erfiðlega að laga hana, en það er enn verið að skoða af hverju þetta er. En ég ætla minna ykkur á ef rafrænakerfið virkar ekki og þið verðið ekki búin að fá staðfestingu um að þið séuð komin ínn í félagið eftir 48 klukkutíma þá endilega klikkið á þessa færslu hérna fyrir neðan:

http://www.felagslidar.is/?p=781 ( það þarf að copy slóðina og paste henni inn í varfrann)
því miður þá þurfið þið þá að gera copy/paste á umsóknina og senda hana á formadur@felagslidar.is

Nú vona ég að 2013 verði okkar ár og við fáum lögverndunina sem fyrst.

Fyrirhugað er að stjórnin hittist 14 janúar n.k.

Bestu kveðjur Salvör

Skrá athugasemd

%d bloggers like this: